Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2016 08:00 Þær Helga og Gréta sáu um hönnunina á drusluvarningnum í ár eins og þær hafa gert seinustu þrjú ár. Vísir/AntonBrink Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira