Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 15:35 Henrik Stenson púttar fyrir fugli. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er í forystu eftir níu holur á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins í golfi. Hann er einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Stenson, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, var með eins höggs forskot fyrir lokadaginn en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk fugl en Mickelson fugl. Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum og er á fjórum höggum undir í dag og 16 höggum undir í heildina. Mickelson bætti erni á fjórðu holu og öðrum fugli á sjöttu holu og er á fjórum undir í dag alveg eins og Stenson. Hann hefur ekki enn fengið skolla og er á fimmtán höggum undir pari eða höggi á eftir Svíanum. Þessi tveir kappar háðu mikla baráttu um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum en þá hafði Mickelson betur. Það var hans fyrsti og eini sigur á opna breska en Stenson á engan risatitil að baki. Næsti maður á eftir þeim tveimur er JB Holmes frá Bandaríkjunum. Hann er á sjö höggum undir pari eftir tíu holur þannig þetta verður tveggja hesta kapphlaup þar til yfir lýkur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er í forystu eftir níu holur á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins í golfi. Hann er einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Stenson, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, var með eins höggs forskot fyrir lokadaginn en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk fugl en Mickelson fugl. Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum og er á fjórum höggum undir í dag og 16 höggum undir í heildina. Mickelson bætti erni á fjórðu holu og öðrum fugli á sjöttu holu og er á fjórum undir í dag alveg eins og Stenson. Hann hefur ekki enn fengið skolla og er á fimmtán höggum undir pari eða höggi á eftir Svíanum. Þessi tveir kappar háðu mikla baráttu um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum en þá hafði Mickelson betur. Það var hans fyrsti og eini sigur á opna breska en Stenson á engan risatitil að baki. Næsti maður á eftir þeim tveimur er JB Holmes frá Bandaríkjunum. Hann er á sjö höggum undir pari eftir tíu holur þannig þetta verður tveggja hesta kapphlaup þar til yfir lýkur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira