Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:35 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt algjöra draumadaga. Hún varð bikarmeistari um síðustu helgi og hefur nú skrifað undir samning við sænska félagið Sävehof. vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla. Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira
Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla.
Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira