Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:21 Birnan virðist hafa synt hingað til lands. Hún var felld í nótt. Vísir/Getty/Karitas Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina. Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina.
Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46