Erlent

Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Quandeel var með frægari konum í Pakistan.
Quandeel var með frægari konum í Pakistan. Vísir/Getty
Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína.

Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag.

Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.

Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/Instagram
Var margt til listanna lagt

Qandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna.

Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab.

Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.

Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×