Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 21:45 Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. Dæmin sýni að slíkum aðgerðum fylgi valdatilfærsla frá heimafólki í héraði til stofnana í Reykjavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, Dagbjörtu Jónsdóttur. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er tekið sem dæmi um víti til varnaðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi, um að ákvarðanir skyldu teknar heima í viðkomandi héruðum, eru aðalskrifstofa og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs nú staðsett á Klapparstíg í Reykjavík. Nýtt frumvarp um þjóðgarðinn er í umsögnum gagnrýnt fyrir að boða enn frekari valdatilfærslu og miðstýringu. Í Vestmannaeyjum er sumum brugðið vegna valdaframsals til Umhverfisstofnunar sem friðlýsing úteyja er talin valda. „Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum,“ segir formaður Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja í grein í Eyjafréttum. Þingeyjarsveit er eitt landmesta sveitarfélag Íslands og er um þriðjungur þess nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það eru ákveðin lög sem gilda um Vatnajökulsþjóðgarð og um friðlýstu svæðin eru náttúrlega ákveðnar hömlur. Og þó að sveitarfélagið hafi skipulagsvaldið þá er þetta að einhverju leyti skerðing á völdum,“ segir Dagbjört. Tillögu um að gera hálendið allt að þjóðgarði er mætt með tortryggni. Enn stærri hluti Þingeyjarsveitar félli þá undir þjóðgarð. „Þegar þetta er orðinn þjóðgarður þá eru allar framkvæmdir auðvitað flóknari. Það er ekkert eins og það sé alltaf slæmt. Auðvitað þarf að vanda til verka og hugsa sig vel um þegar á að fara að framkvæma eitthvað. En það er alveg klárt að valdið fer að einhverju leyti frá sveitarfélögunum,“ segir sveitarstjórinn.Jökulsárlón. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru í 101 Reykjavík.Vísir/Pjetur.Andstaðan virðist mest meðal landeigenda, sem óttast að það sem áður var leyft verði bannað með verndarlögum. „Við vinnum náttúrlega samkvæmt skipulagslögum. Svo verða þarna árekstrar,“ segir Dagbjört. Hún segir ákveðna óvissu um hvað felst í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs. „Kannski vantar bara meira svolítið þetta samtal milli heimamanna, sveitarstjórna og ríkisvaldsins,“ segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Tengdar fréttir Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45 Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. Dæmin sýni að slíkum aðgerðum fylgi valdatilfærsla frá heimafólki í héraði til stofnana í Reykjavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, Dagbjörtu Jónsdóttur. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er tekið sem dæmi um víti til varnaðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi, um að ákvarðanir skyldu teknar heima í viðkomandi héruðum, eru aðalskrifstofa og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs nú staðsett á Klapparstíg í Reykjavík. Nýtt frumvarp um þjóðgarðinn er í umsögnum gagnrýnt fyrir að boða enn frekari valdatilfærslu og miðstýringu. Í Vestmannaeyjum er sumum brugðið vegna valdaframsals til Umhverfisstofnunar sem friðlýsing úteyja er talin valda. „Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum,“ segir formaður Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja í grein í Eyjafréttum. Þingeyjarsveit er eitt landmesta sveitarfélag Íslands og er um þriðjungur þess nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það eru ákveðin lög sem gilda um Vatnajökulsþjóðgarð og um friðlýstu svæðin eru náttúrlega ákveðnar hömlur. Og þó að sveitarfélagið hafi skipulagsvaldið þá er þetta að einhverju leyti skerðing á völdum,“ segir Dagbjört. Tillögu um að gera hálendið allt að þjóðgarði er mætt með tortryggni. Enn stærri hluti Þingeyjarsveitar félli þá undir þjóðgarð. „Þegar þetta er orðinn þjóðgarður þá eru allar framkvæmdir auðvitað flóknari. Það er ekkert eins og það sé alltaf slæmt. Auðvitað þarf að vanda til verka og hugsa sig vel um þegar á að fara að framkvæma eitthvað. En það er alveg klárt að valdið fer að einhverju leyti frá sveitarfélögunum,“ segir sveitarstjórinn.Jökulsárlón. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru í 101 Reykjavík.Vísir/Pjetur.Andstaðan virðist mest meðal landeigenda, sem óttast að það sem áður var leyft verði bannað með verndarlögum. „Við vinnum náttúrlega samkvæmt skipulagslögum. Svo verða þarna árekstrar,“ segir Dagbjört. Hún segir ákveðna óvissu um hvað felst í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs. „Kannski vantar bara meira svolítið þetta samtal milli heimamanna, sveitarstjórna og ríkisvaldsins,“ segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Tengdar fréttir Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45 Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Breyting á valdheimildum framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvarða er meðal þess sem umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs gerir athugasemdir við í frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. 18. maí 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. 29. september 2011 20:45
Stærsti þjóðgarður Evrópu formlega stofnaður í dag Vatnajökulsþjóðgarður sem verður formlega stofnaður í dag. Hann verður stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir tólf þúsund ferkílómetra svæði. 7. júní 2008 09:51
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30