Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 11:45 Björgunarsveitarmenn og aðrir að störfum. Á neðri myndinni má sjá íshelluna sem var yfir tuttugu metrar að þykkt. Vísir/Landsbjörg Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar. Aðgerðin er með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur franskur maður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Yfirmenn svæðisstjórnar hjá Landsbjörgu þakka góðu samstarfi við lögreglu, óeigingirni sjálfboðaliða og fenginni reynslu síðastliðinna ára fyrir hversu vel gekk í raun að skipuleggja og framkvæma björgunaraðgerðir. Þá tóku sprengisveit Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og slökkvilið einnig þátt í aðgerðum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið ánægjulegt hversu vel fólk úr ólíkum áttum getur starfað saman.Mikið vatn var í ám á svæðinu aðfaranótt miðvikudags.Vísir/JóhannÞrekraun hjá þeim sem voru í mokstrinum „Þetta var bullandi skipulag,“ segir Baldur Ólafsson, en hann fór fyrir svæðisstjórn í gær. Þegar hann tók við stjórn í gærmorgun þurfti að fara í að skipuleggja daginn, manna verkefnin sem fyrir lágu og einnig lá fyrir skipulag dagsins í dag ef maðurinn hefði ekki fundist. „Það þurfti að afla tækjabúnaði og koma honum á staðinn og manna verkefnið. Það var erfitt að manna þetta, þetta er erfiður tími fyrir björgunarsveitirnar, margir í ferðalögum og slíkt.“ Sigurgeir Guðmundsson var yfir svæðisstjórn áður en Baldur tók við. Stjórnstöð var staðsett í Landmannalaugum og var aðgerðum stýrt þaðan í gær. „Það má kannski til sanns vegar færa að þetta hafi verið þrekraun. Sérstaklega hjá þeim sem voru í mokstrinum,“ segir Sigurgeir. Hann segir að það hafi bæði skipt sköpum að menn hafi ályktað rétt með að maðurinn hafi runnið undir íshelluna og að hafa náð að gera þrjár holur í ísinn í gær. „Sannarlega flaug manni í hug að þetta hefði verið röng ályktun. Þá hefði öll vinnan verið unnin fyrir gíg.“Samvinna við lögreglu einstaklega góð Neyðarútkall barst um sexleytið á þriðjudag og voru viðbragðsaðilar, bæði lögregla og björgunarsveitir fljótar á vettvang.Samvinna björgunarsveitarmanna við lögreglu og aðra viðbraðgsaðila var til fyrirmyndar.Vísir/Landsbjörg„Útkallið verður raunverulega sjálfkrafa í gegnum formann svæðisstjórnar, eða þann sem var með bakvaktarsíma. Það er hans ákvörðun hvernig útkallið verður fyrst um sinn. Síðan tökum við ákvörðun um það sameiginlega í stjórnstöðinni á Hellu um allar viðbjargir og viðbætur. Þá höfum við bakvaktarmann Landsbjargar sem er alltaf til halds og trausts en hann er staðsettur í Reykjavík og er tengiliður við stjórnstöðina,“ útskýrir Sigurgeir. „Svo má ekki gleyma hlut lögreglunnar sem er þarna. Við vinnum þétt með þeim.“ Sigurgeir segir samvinnuna við lögregluna alveg einstaka. „Það er alveg aðdáunarvert hvað þessir atvinnumenn eru jákvæðir í samvinnu.“Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt var að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé væri leita undir honum.Vísir/LandsbjörgLeist ekkert á stöðuna í upphafi Þegar á heildina er litið komu tæplega 300 manns að aðgerðunum, þar af um 240 sjálfboðaliðar frá Landsbjörgu. Um fjörutíu til fimmtíu sjálfboðaliðar voru á staðnum hverju sinni. „Ég hef tekið þátt í allskonar aðgerðum. Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að. Ég lét hafa það eftir mér í fjölmiðlum í gær að við ætluðum bara að moka þennan skafl í burtu, þá vissi ég ekki að hann væri svona harður, raun og veru eins og steypa,“ segir Sigurgeir. Aðstæður voru sérstaklega erfiðar vegna þess að frá Landmannalaugum var í það minnsta hálftíma akstur að bröttum fjallshrygg sem viðbragðsaðilar urðu að klífa til þess að komast á slysstað, sú ganga tók um fjörtíu mínútur. Þá tók akstur að fjallshryggnum stundum lengri tíma þar sem ár á svæðinu voru vatnamiklar svo kalla þurfti til sérstaklega útbúinn bíl til aksturs í ám. Þá er fjarskiptasamband stopult á svæðinu og það olli vandræðum í gær að geta ekki verið í betra fjarskiptasambandi í gegnum síma eða talstöðvar. Bæði Baldur og Sigurgeir nefna það að björgunaraðgerðir hafi minnt á björgunaraðgerðir í Bleiksárgljúfri fyrir tveimur árum en þá týndust tvær konur í gljúfrinu. Þær fundust um sumarið eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir en voru báðar látnar.Kafarar og þyrla Landhelgisgæslunnar skiptu sköpum Fólk á staðnum var mjög þreytt í gær við að starfa við þessar erfiðu aðstæður. „Menn sem voru fyrstir að moka báðust undan því að fara aftur að moka. Þetta var svo erfitt, þú þarft að klífa mjög brattan fjallshrygg í fjörutíu mínútur og svo var þetta bara harður ís, blár ís bara, sem þurfti að moka. Menn voru með keðjusagir, gátu sagað burt ís og borið í burtu,“ útskýrir Baldur sem var yfir svæðisstjórn Landsbjargar í gær og tók við af Sigurgeiri eins og áður sagði.Hér má sjá stjórnstöðina í Landmannalaugum.Vísir/JóhannBjörgunarsveitarmenn entust í um fimm tíma við mokstur en eftir það voru menn alveg uppgefnir. Þyrla Landhelgisgæslunnar skipti sköpum í aðgerðum í gær en í það minnsta tvær fimm manna áhafnir komu að aðgerðum. Þyrlan flutti mannskap og tæki aðfaranótt miðvikudagsins að slysstað og einnig síðdegis í gær. Þá komu kafarar að aðgerðum en þeirra aðkoma var nauðsynleg þar sem maðurinn hafði fallið í jökulá sem rann undir íshelluna. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að starfsfólk þeirra á svæðinu hafi ekki komið í bæinn fyrr en um þrjú-fjögurleytið í nótt. Hann var sjálfur ekki á staðnum í gær en stýrði því hvaða mannskapur fór á staðinn og slíkt. „Samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef fengið um þetta þá hafa menn lýst mjög erfiðum aðstæðum. Þarna strax á þriðjudagskvöldið voru veðurfarslegar aðstæður mjög erfiðar fyrir þyrluflugmann, rigning, þoka og lágskýjað. Og þá voru aðstæður erfiðar fyrir aðra sem voru á svæðinu, kalsasamt og votviðrað. Svo voru þau að vinna við þennan snjóskafl sem var eiginlega bara íshella,“ útskýrir Ásgrímur.Skyggni í ánni lítið og þröngt undir ísnum Kafarar Landhelgisgæslunnar fóru strax undir íshelluna á þriðjudagskvöldið en þá var ekki hægt að staðsetja manninn.Frá björgunaraðgerðum í gær.Vísir/Landsbjörg„Þetta er náttúrulega bara jökulá og þar er ekki mikið skyggni. Ég veit það að það var mjög þröngt undir ísnum, frá yfirborði árinnar og upp í ísinn voru bara fimm til tíu sentimetrar.“ Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum, þeir eru allir hluti af sprengisveit Landhelgisgæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Þá voru tveir kafarar frá ríkislögreglustjóra á svæðinu og frá slökkviliðinu. „Þetta var töluverð aðgerð,“ segir Ásgrímur. „Það sem ég heyrði var að það hefði verið mjög erfitt að komast að þessu. Ekki hægt að keyra bíla nálægt slysstað og því mjög mikilvægt að hafa þyrlu til að flytja búnað.“ Maðurinn fannst seint í gærkvöldi, í raun þegar verið var að ganga frá búnaði eftir langan og erfiðan dag. Vatnið jókst í ánni í gærkvöldi og það olli því að lík mannsins fór á hreyfingu. Þá gátu björgunarsveitarmenn greint manninn í einni af holunum sem grafin hafði verið.En hverju þakka björgunarsveitarmenn rétta ákvarðanatöku, þrautseigju í erfiðum aðstæðum og skjót viðbrögð? „Áhugi fólks og þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum er alveg einstakir,“ segir Sigurgeir. „Það lögðust allir á eitt að vinna þetta vel. Við unnum þetta faglega. Við búum náttúrulega yfir reynslu og það endar allt í bankanum,“ segir Baldur. „Þetta eru stór verkefni sem við erum að glíma við,“ segir hann og telur upp fjölmörg tilvik þar sem björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamönnum í erfiðum aðstæðum. Þá var samvinna milli viðbragðsaðila til fyrirmyndar eins og áður segir.Sveinsgil er á Fjallabaksleið nyrðri á Torfajökulsvæðinu.Mynd/LoftmyndirÞjóðskrá„Maður heyrði það í gær að menn voru að þakka hver öðrum, bæði stjórnendur og almennir þátttakendur í þessu. Þetta voru náttúrulega ekki ánægjulegar aðstæður en engu að síður ánægjulegt hversu vel fólk starfar saman úr ólíkum áttum,“ segir Ásgrímur hjá Landhelgisgæslunni. Eins og Vísir hefur greint á fór maður í hjartastopp í stjórnstöðinni í Landmannalaugum í gær. Maðurinn var ekki björgunarsveitarmaður en starfaði við aðgerðirnar. Að öðru leyti eru þeir sem unnu að björgunaraðgerðum heilir á húfi og fyrir utan mikla þreytu í góðu ásigkomulagi. „Fólk þarf að gæta að sér í svona aðstæðum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Baldur. „Það eru allir mjög vel búnir. Enda passað upp á það að við séum ekki að senda fólk af stað sem er ekki vel búið.“ Þegar verið var að ganga frá tækjum og búnaði í gær í lok dags fékk Landsbjörg útkall inn á Emstrur þar sem var meðvitundarlaus maður sem þurfti að sinna. „Já, það er mikið álag í þessu starfi,“ segir Baldur að lokum. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar. Aðgerðin er með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur franskur maður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Yfirmenn svæðisstjórnar hjá Landsbjörgu þakka góðu samstarfi við lögreglu, óeigingirni sjálfboðaliða og fenginni reynslu síðastliðinna ára fyrir hversu vel gekk í raun að skipuleggja og framkvæma björgunaraðgerðir. Þá tóku sprengisveit Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og slökkvilið einnig þátt í aðgerðum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið ánægjulegt hversu vel fólk úr ólíkum áttum getur starfað saman.Mikið vatn var í ám á svæðinu aðfaranótt miðvikudags.Vísir/JóhannÞrekraun hjá þeim sem voru í mokstrinum „Þetta var bullandi skipulag,“ segir Baldur Ólafsson, en hann fór fyrir svæðisstjórn í gær. Þegar hann tók við stjórn í gærmorgun þurfti að fara í að skipuleggja daginn, manna verkefnin sem fyrir lágu og einnig lá fyrir skipulag dagsins í dag ef maðurinn hefði ekki fundist. „Það þurfti að afla tækjabúnaði og koma honum á staðinn og manna verkefnið. Það var erfitt að manna þetta, þetta er erfiður tími fyrir björgunarsveitirnar, margir í ferðalögum og slíkt.“ Sigurgeir Guðmundsson var yfir svæðisstjórn áður en Baldur tók við. Stjórnstöð var staðsett í Landmannalaugum og var aðgerðum stýrt þaðan í gær. „Það má kannski til sanns vegar færa að þetta hafi verið þrekraun. Sérstaklega hjá þeim sem voru í mokstrinum,“ segir Sigurgeir. Hann segir að það hafi bæði skipt sköpum að menn hafi ályktað rétt með að maðurinn hafi runnið undir íshelluna og að hafa náð að gera þrjár holur í ísinn í gær. „Sannarlega flaug manni í hug að þetta hefði verið röng ályktun. Þá hefði öll vinnan verið unnin fyrir gíg.“Samvinna við lögreglu einstaklega góð Neyðarútkall barst um sexleytið á þriðjudag og voru viðbragðsaðilar, bæði lögregla og björgunarsveitir fljótar á vettvang.Samvinna björgunarsveitarmanna við lögreglu og aðra viðbraðgsaðila var til fyrirmyndar.Vísir/Landsbjörg„Útkallið verður raunverulega sjálfkrafa í gegnum formann svæðisstjórnar, eða þann sem var með bakvaktarsíma. Það er hans ákvörðun hvernig útkallið verður fyrst um sinn. Síðan tökum við ákvörðun um það sameiginlega í stjórnstöðinni á Hellu um allar viðbjargir og viðbætur. Þá höfum við bakvaktarmann Landsbjargar sem er alltaf til halds og trausts en hann er staðsettur í Reykjavík og er tengiliður við stjórnstöðina,“ útskýrir Sigurgeir. „Svo má ekki gleyma hlut lögreglunnar sem er þarna. Við vinnum þétt með þeim.“ Sigurgeir segir samvinnuna við lögregluna alveg einstaka. „Það er alveg aðdáunarvert hvað þessir atvinnumenn eru jákvæðir í samvinnu.“Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt var að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé væri leita undir honum.Vísir/LandsbjörgLeist ekkert á stöðuna í upphafi Þegar á heildina er litið komu tæplega 300 manns að aðgerðunum, þar af um 240 sjálfboðaliðar frá Landsbjörgu. Um fjörutíu til fimmtíu sjálfboðaliðar voru á staðnum hverju sinni. „Ég hef tekið þátt í allskonar aðgerðum. Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að. Ég lét hafa það eftir mér í fjölmiðlum í gær að við ætluðum bara að moka þennan skafl í burtu, þá vissi ég ekki að hann væri svona harður, raun og veru eins og steypa,“ segir Sigurgeir. Aðstæður voru sérstaklega erfiðar vegna þess að frá Landmannalaugum var í það minnsta hálftíma akstur að bröttum fjallshrygg sem viðbragðsaðilar urðu að klífa til þess að komast á slysstað, sú ganga tók um fjörtíu mínútur. Þá tók akstur að fjallshryggnum stundum lengri tíma þar sem ár á svæðinu voru vatnamiklar svo kalla þurfti til sérstaklega útbúinn bíl til aksturs í ám. Þá er fjarskiptasamband stopult á svæðinu og það olli vandræðum í gær að geta ekki verið í betra fjarskiptasambandi í gegnum síma eða talstöðvar. Bæði Baldur og Sigurgeir nefna það að björgunaraðgerðir hafi minnt á björgunaraðgerðir í Bleiksárgljúfri fyrir tveimur árum en þá týndust tvær konur í gljúfrinu. Þær fundust um sumarið eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir en voru báðar látnar.Kafarar og þyrla Landhelgisgæslunnar skiptu sköpum Fólk á staðnum var mjög þreytt í gær við að starfa við þessar erfiðu aðstæður. „Menn sem voru fyrstir að moka báðust undan því að fara aftur að moka. Þetta var svo erfitt, þú þarft að klífa mjög brattan fjallshrygg í fjörutíu mínútur og svo var þetta bara harður ís, blár ís bara, sem þurfti að moka. Menn voru með keðjusagir, gátu sagað burt ís og borið í burtu,“ útskýrir Baldur sem var yfir svæðisstjórn Landsbjargar í gær og tók við af Sigurgeiri eins og áður sagði.Hér má sjá stjórnstöðina í Landmannalaugum.Vísir/JóhannBjörgunarsveitarmenn entust í um fimm tíma við mokstur en eftir það voru menn alveg uppgefnir. Þyrla Landhelgisgæslunnar skipti sköpum í aðgerðum í gær en í það minnsta tvær fimm manna áhafnir komu að aðgerðum. Þyrlan flutti mannskap og tæki aðfaranótt miðvikudagsins að slysstað og einnig síðdegis í gær. Þá komu kafarar að aðgerðum en þeirra aðkoma var nauðsynleg þar sem maðurinn hafði fallið í jökulá sem rann undir íshelluna. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að starfsfólk þeirra á svæðinu hafi ekki komið í bæinn fyrr en um þrjú-fjögurleytið í nótt. Hann var sjálfur ekki á staðnum í gær en stýrði því hvaða mannskapur fór á staðinn og slíkt. „Samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef fengið um þetta þá hafa menn lýst mjög erfiðum aðstæðum. Þarna strax á þriðjudagskvöldið voru veðurfarslegar aðstæður mjög erfiðar fyrir þyrluflugmann, rigning, þoka og lágskýjað. Og þá voru aðstæður erfiðar fyrir aðra sem voru á svæðinu, kalsasamt og votviðrað. Svo voru þau að vinna við þennan snjóskafl sem var eiginlega bara íshella,“ útskýrir Ásgrímur.Skyggni í ánni lítið og þröngt undir ísnum Kafarar Landhelgisgæslunnar fóru strax undir íshelluna á þriðjudagskvöldið en þá var ekki hægt að staðsetja manninn.Frá björgunaraðgerðum í gær.Vísir/Landsbjörg„Þetta er náttúrulega bara jökulá og þar er ekki mikið skyggni. Ég veit það að það var mjög þröngt undir ísnum, frá yfirborði árinnar og upp í ísinn voru bara fimm til tíu sentimetrar.“ Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum, þeir eru allir hluti af sprengisveit Landhelgisgæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Þá voru tveir kafarar frá ríkislögreglustjóra á svæðinu og frá slökkviliðinu. „Þetta var töluverð aðgerð,“ segir Ásgrímur. „Það sem ég heyrði var að það hefði verið mjög erfitt að komast að þessu. Ekki hægt að keyra bíla nálægt slysstað og því mjög mikilvægt að hafa þyrlu til að flytja búnað.“ Maðurinn fannst seint í gærkvöldi, í raun þegar verið var að ganga frá búnaði eftir langan og erfiðan dag. Vatnið jókst í ánni í gærkvöldi og það olli því að lík mannsins fór á hreyfingu. Þá gátu björgunarsveitarmenn greint manninn í einni af holunum sem grafin hafði verið.En hverju þakka björgunarsveitarmenn rétta ákvarðanatöku, þrautseigju í erfiðum aðstæðum og skjót viðbrögð? „Áhugi fólks og þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum er alveg einstakir,“ segir Sigurgeir. „Það lögðust allir á eitt að vinna þetta vel. Við unnum þetta faglega. Við búum náttúrulega yfir reynslu og það endar allt í bankanum,“ segir Baldur. „Þetta eru stór verkefni sem við erum að glíma við,“ segir hann og telur upp fjölmörg tilvik þar sem björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamönnum í erfiðum aðstæðum. Þá var samvinna milli viðbragðsaðila til fyrirmyndar eins og áður segir.Sveinsgil er á Fjallabaksleið nyrðri á Torfajökulsvæðinu.Mynd/LoftmyndirÞjóðskrá„Maður heyrði það í gær að menn voru að þakka hver öðrum, bæði stjórnendur og almennir þátttakendur í þessu. Þetta voru náttúrulega ekki ánægjulegar aðstæður en engu að síður ánægjulegt hversu vel fólk starfar saman úr ólíkum áttum,“ segir Ásgrímur hjá Landhelgisgæslunni. Eins og Vísir hefur greint á fór maður í hjartastopp í stjórnstöðinni í Landmannalaugum í gær. Maðurinn var ekki björgunarsveitarmaður en starfaði við aðgerðirnar. Að öðru leyti eru þeir sem unnu að björgunaraðgerðum heilir á húfi og fyrir utan mikla þreytu í góðu ásigkomulagi. „Fólk þarf að gæta að sér í svona aðstæðum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Baldur. „Það eru allir mjög vel búnir. Enda passað upp á það að við séum ekki að senda fólk af stað sem er ekki vel búið.“ Þegar verið var að ganga frá tækjum og búnaði í gær í lok dags fékk Landsbjörg útkall inn á Emstrur þar sem var meðvitundarlaus maður sem þurfti að sinna. „Já, það er mikið álag í þessu starfi,“ segir Baldur að lokum.
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51
Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31