Craig Sager hélt tilfinningaþrungna ræðu um krabbameinið: „Ég mun aldrei gefast upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Craig Sager starfar með Reggie Miller Shaq, Charles Barkley og mörgum öðrum á sjónvarpstöðinni TNT. vísir/getty Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins. Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins.
Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15
Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15