Verði áfram náin ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn Íhaldsflokksins stóðu upp og klöppuðu þegar Cameron kvaddi, en andstæðingar hans sátu sem fastast. Visir/Epa „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira