Telja samninga leiða til ofbeitar Snærós Sindradóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninginn með 60 prósent atkvæða gegn 37. Visir/Antonbrink Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira