Theresa May var í dag skipaður nýr forsætisráðherra Breta. Hún er önnur konan til þess að gegna stöðunni frá upphafi en það hefur engin gert síðan á valdatíð Margaret Thatcher. Í ávarpi sem hún flutti fyrir utan Dowingstræti 10 í kvöld sagðist hún ætla að beita sér fyrir því að skapa betra land þar sem allir fengju sömu tækifæri en ekki einungis fáir útvaldir. Áhersla yrði lögð á að hjálpa fólki sem vinnur myrkrana á milli en rétt nær endum saman.
Theresa May er 59 ára gömul. Hún og eiginmaður hennar Philip gengu svo inn Dowingstræti við mikið lófaklappa eftir að Theresa hafði lokið máli sínu. Þau eiga engin börn.
Fyrr um daginn hafði David Cameron beðist lausnar á starfi sínu og skömmu eftir það mætti May í Buckingham höll til þess að fá samþykki drottningar um að verða næsti forsætisráðherra.
Theresa May orðin forsætisráðherra

Tengdar fréttir

Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu
Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands?

Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki
Breskir þingmenn virtust skemmta sér konunglega á síðasta fyrirspurnartíma David Cameron.

Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands
Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands
Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum.