Skoðun

Til utanríkisráðherra

Haukur Hauksson skrifar
Sæl, Lilja.

Er hægt að fá skýringar ráðuneytisins á því hvers vegna Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu hjá SÞ um að aðgangur að hreinu vatni teldist til almennra mannréttinda og að leitast verði til um að svo verði? Land okkar ásamt nokkrum ríkjum, með Bandaríkin í broddi fylkingar, studdu ekki tillöguna sem teljast verður einkennilegt.

Milljónir barna deyja árlega í fátækum löndum vegna vatnsskorts og einkavæðing vatnsbóla er orðin almenn í heiminum. Þannig er t.d. dæmis varla hægt að kaupa drykkjarvatn í Úzbekistan nema frá tveimur virtum stórfyrirtækjum: Nestlé og Coca Cola Company.

Er þessi þróun í samræmi við stefnu flokks yðar í alþjóðamálum?

Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×