Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall ingvar haraldsson skrifar 13. júlí 2016 11:30 Kísilver United Silicon er á lokametrunum. vísir/eyþór Kísilverð hefur lækkað hratt undanfarin misseri. Það er nú um þriðjungi lægra en það var fyrir tveimur árum. „Það er mjög alvarlegt mál og þetta verður erfitt ár fyrir okkur. Þegar við settum verkefnið í gang var kísilverð 2.400 evrur á tonnið en það hefur snarlækkað síðustu tvö árin og er komið niður í 1.600 evrur á tonnið,“ segir Magnús Garðarsson, stjórnarmaður og hluthafi í United Silicon. Framkvæmdir við kísilver fyrirtækisins í Helguvík eru á lokametrunum og gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í ágúst. Þrjú önnur kísilver eru á teikniborðinu hér á landi þar sem heildarfjárfesting nemur um 190 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir hafa komið að fjármögnun allra kísilveranna. Magnús vonast þó til að markaðsaðstæður lagist á ný. „En þetta er alvarlegt mál, það gæti tekið nokkur ár, áður en markaðurinn jafnar sig.“ Haldist kísilverð óbreytt sé fyrirtækið nærri því að koma út á sléttu. „Það er ekki eins gaman og við ætluðum okkur. Við vorum búnir að lofa fjárfestum okkar ávöxtun.“ Meðal hluthafa í United Silicon eru átta íslenskir lífeyrissjóðir. Bygging verksmiðjunnar kostaði um tíu milljarða króna en þar af var um þriðjungur hlutafé. „Það mun taka nokkur ár áður en við náum að greiða arð. Á meðan marksverð er lágt, þá verður enginn arður,“ segir hann, en fyrirtækið hafi skuldbundið sig til að fara á markað innan tíu ára. Framleiðsla kísilvers United Silicon mun nema 23 þúsund tonnum á ári sem sé tæplega eitt prósent af heimsmarkaðsframleiðslu, sem er um 2,5 milljónir tonna á ári.Magnús Garðarsson er bjartsýnn á framtíðina þó kísilverð sé lágt.vísir/eyþórFé lífeyrissjóðanna gæti tapast Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, furðar sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu. Það er kannski eðlilegt að lífeyrissjóðir hætti einhverjum litlum hluta í áhættufjárfestingar. En ég minni á það að þeir lögðu pening í Fáfni Offshore. Það eru bara tapaðir peningar. Það voru nokkrir milljarðar,“ segir Ketill. Íslenskir lífeyrissjóðir lögðu háar fjárhæðir í Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustuskipum fyrir olíuiðnaðinn. Búið er að afskrifa stærstan hluta þess fjár eftir að Fáfnir lenti í talsverðum rekstrarerfiðleikum eftir skarpt fall olíuverðs. „Það var mjög óskynsamleg fjárfesting og mjög illa tímasett og rosalega áhættusöm sem tapaðist eiginlega á einu ári. Ég held að þetta sé fjárfesting sem sé í svipuðum flokki.“ Því verði að gera ráð fyrir að það fé sem lagt hafi verið í kísiliðnað geti tapast innan örfárra ára að sögn Ketils. „En svo er möguleiki að það komist meira jafnvægi á markaðinn og verðið hækki,“ segir hann.Bjartsýnir á verðhækkunThorsil stefnir einnig á að reisa kísilver í Helguvík, við hlið United Silicon. Fjármögnun er á lokametrunum að sögn Hákonar Björnssonar, framkvæmdastjóra Thorsil, en lífeyrissjóðir eru meðal fjárfesta sem fyrirtækið hefur reynt að fá að verkefninu. Heildarkostnaður við kísilver Thorsil verður um 275 milljónir dollara eða tæplega 34 milljarðar króna. Gangi það eftir er stefnt að því að 54 þúsund tonna kísilver taki til starfa síðari hluta ársins 2018. Hákon segir greiningaraðila sannfærða um að verðlækkunin muni gangi til baka þar sem fyrirsjáanleg eftirspurn sé umfram framleiðsluaukningu. „Undanfarna mánuði hefur verð á málmum verið lágt. En það er sveifla sem búið var að spá að myndi verða. Þannig að menn eiga von á því að það gangi til baka.“ Þá séu þeir samningar sem Thorsil hafi þegar gert vel yfir þeim mörkum og félagið verði nærri því að koma út á sléttu. „Þeir tryggja okkur ákveðna afkomu,“ segir Hákon.Magnús segir verðlækkunina helst skýrast af því að tvö ný kísilver hafi verið opnuð á síðasta ári á Vesturlöndum. „Það er að skapast yfirframboð af kísil núna og það mun halda áfram í einhver ár.“ Hann bendir þó á að spár geri ráð fyrir að eftirspurn eftir kísil aukist um sex prósent á ári næstu árin.Lítill afgangur hækki verð ekkiÁ annan tug lífeyrissjóða og Íslandsbanki leggja um tíu milljarða í fjármögnun þriðja kísilversins, sem PCC reysir nú á Bakka við Húsavík, í formi láns og forgangshlutafjár. Heildarfjárfesting við byggingu kísilversins nemur 300 milljónum dollara eða um 37 milljörðum króna. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í desember árið 2017 þar sem kísilverið mun framleiða á milli 32 og 35 þúsund tonn á ári. Jökull Gunnarsson, framleiðslustjóri PCC, segir fyrirtækið gera ráð fyrir að kísilverð verði mun hagstæðara þegar framleiðsla hefjist í lok næsta árs. „Við erum frekar bjartsýnir á að botninum sé náð.“ En haldist verðið jafn lágt gæti róðurinn engu að síður orðið þungur. „Það er alveg á hreinu að það verður ekki mikill afgangur miðað við verðið eins og það er núna,“ segir Jökull. Fjórða kísilverið og það dýrasta í byggingu er sólarkísilver Silicor materials á Grundartanga. Sólarkísill er hreinni afurð en hefðbundinn kísill en stefnt er að því að heildarkostnaðurinn við að koma sólarkísilverinu á koppinn verði um 900 milljónir dollara, um 110 milljarðar íslenskra króna. Í fyrsta hluta fjármögnunar verkefnisins voru lagðir inn 14 milljarðar af hlutafé, þar sem íslenskir fjárfestar og lífeyrissjóðir lögðu til um 8,4 milljarða samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í september. Afganginn á að fjármagna með lántökum og hlutafé frá erlendum fjárfestum. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kísilverð hefur lækkað hratt undanfarin misseri. Það er nú um þriðjungi lægra en það var fyrir tveimur árum. „Það er mjög alvarlegt mál og þetta verður erfitt ár fyrir okkur. Þegar við settum verkefnið í gang var kísilverð 2.400 evrur á tonnið en það hefur snarlækkað síðustu tvö árin og er komið niður í 1.600 evrur á tonnið,“ segir Magnús Garðarsson, stjórnarmaður og hluthafi í United Silicon. Framkvæmdir við kísilver fyrirtækisins í Helguvík eru á lokametrunum og gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í ágúst. Þrjú önnur kísilver eru á teikniborðinu hér á landi þar sem heildarfjárfesting nemur um 190 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir hafa komið að fjármögnun allra kísilveranna. Magnús vonast þó til að markaðsaðstæður lagist á ný. „En þetta er alvarlegt mál, það gæti tekið nokkur ár, áður en markaðurinn jafnar sig.“ Haldist kísilverð óbreytt sé fyrirtækið nærri því að koma út á sléttu. „Það er ekki eins gaman og við ætluðum okkur. Við vorum búnir að lofa fjárfestum okkar ávöxtun.“ Meðal hluthafa í United Silicon eru átta íslenskir lífeyrissjóðir. Bygging verksmiðjunnar kostaði um tíu milljarða króna en þar af var um þriðjungur hlutafé. „Það mun taka nokkur ár áður en við náum að greiða arð. Á meðan marksverð er lágt, þá verður enginn arður,“ segir hann, en fyrirtækið hafi skuldbundið sig til að fara á markað innan tíu ára. Framleiðsla kísilvers United Silicon mun nema 23 þúsund tonnum á ári sem sé tæplega eitt prósent af heimsmarkaðsframleiðslu, sem er um 2,5 milljónir tonna á ári.Magnús Garðarsson er bjartsýnn á framtíðina þó kísilverð sé lágt.vísir/eyþórFé lífeyrissjóðanna gæti tapast Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, furðar sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu. Það er kannski eðlilegt að lífeyrissjóðir hætti einhverjum litlum hluta í áhættufjárfestingar. En ég minni á það að þeir lögðu pening í Fáfni Offshore. Það eru bara tapaðir peningar. Það voru nokkrir milljarðar,“ segir Ketill. Íslenskir lífeyrissjóðir lögðu háar fjárhæðir í Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustuskipum fyrir olíuiðnaðinn. Búið er að afskrifa stærstan hluta þess fjár eftir að Fáfnir lenti í talsverðum rekstrarerfiðleikum eftir skarpt fall olíuverðs. „Það var mjög óskynsamleg fjárfesting og mjög illa tímasett og rosalega áhættusöm sem tapaðist eiginlega á einu ári. Ég held að þetta sé fjárfesting sem sé í svipuðum flokki.“ Því verði að gera ráð fyrir að það fé sem lagt hafi verið í kísiliðnað geti tapast innan örfárra ára að sögn Ketils. „En svo er möguleiki að það komist meira jafnvægi á markaðinn og verðið hækki,“ segir hann.Bjartsýnir á verðhækkunThorsil stefnir einnig á að reisa kísilver í Helguvík, við hlið United Silicon. Fjármögnun er á lokametrunum að sögn Hákonar Björnssonar, framkvæmdastjóra Thorsil, en lífeyrissjóðir eru meðal fjárfesta sem fyrirtækið hefur reynt að fá að verkefninu. Heildarkostnaður við kísilver Thorsil verður um 275 milljónir dollara eða tæplega 34 milljarðar króna. Gangi það eftir er stefnt að því að 54 þúsund tonna kísilver taki til starfa síðari hluta ársins 2018. Hákon segir greiningaraðila sannfærða um að verðlækkunin muni gangi til baka þar sem fyrirsjáanleg eftirspurn sé umfram framleiðsluaukningu. „Undanfarna mánuði hefur verð á málmum verið lágt. En það er sveifla sem búið var að spá að myndi verða. Þannig að menn eiga von á því að það gangi til baka.“ Þá séu þeir samningar sem Thorsil hafi þegar gert vel yfir þeim mörkum og félagið verði nærri því að koma út á sléttu. „Þeir tryggja okkur ákveðna afkomu,“ segir Hákon.Magnús segir verðlækkunina helst skýrast af því að tvö ný kísilver hafi verið opnuð á síðasta ári á Vesturlöndum. „Það er að skapast yfirframboð af kísil núna og það mun halda áfram í einhver ár.“ Hann bendir þó á að spár geri ráð fyrir að eftirspurn eftir kísil aukist um sex prósent á ári næstu árin.Lítill afgangur hækki verð ekkiÁ annan tug lífeyrissjóða og Íslandsbanki leggja um tíu milljarða í fjármögnun þriðja kísilversins, sem PCC reysir nú á Bakka við Húsavík, í formi láns og forgangshlutafjár. Heildarfjárfesting við byggingu kísilversins nemur 300 milljónum dollara eða um 37 milljörðum króna. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í desember árið 2017 þar sem kísilverið mun framleiða á milli 32 og 35 þúsund tonn á ári. Jökull Gunnarsson, framleiðslustjóri PCC, segir fyrirtækið gera ráð fyrir að kísilverð verði mun hagstæðara þegar framleiðsla hefjist í lok næsta árs. „Við erum frekar bjartsýnir á að botninum sé náð.“ En haldist verðið jafn lágt gæti róðurinn engu að síður orðið þungur. „Það er alveg á hreinu að það verður ekki mikill afgangur miðað við verðið eins og það er núna,“ segir Jökull. Fjórða kísilverið og það dýrasta í byggingu er sólarkísilver Silicor materials á Grundartanga. Sólarkísill er hreinni afurð en hefðbundinn kísill en stefnt er að því að heildarkostnaðurinn við að koma sólarkísilverinu á koppinn verði um 900 milljónir dollara, um 110 milljarðar íslenskra króna. Í fyrsta hluta fjármögnunar verkefnisins voru lagðir inn 14 milljarðar af hlutafé, þar sem íslenskir fjárfestar og lífeyrissjóðir lögðu til um 8,4 milljarða samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í september. Afganginn á að fjármagna með lántökum og hlutafé frá erlendum fjárfestum.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira