Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2016 23:42 Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldleg sú að "manna þarf skóflurnar.“ Vísir/Loftmyndir Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11