Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2016 16:08 Bæta þyrfti innviði hér á landi verði verkefnið að veruleika. vísir/vilhelm Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00
Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00