„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 10:45 Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir að hafa verði í huga að um sé að ræða samninga milli bænda og ríkis en Ólafur og Sindri ræddu búvörusamninga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið rætt um búvörusamningana seinustu daga ekki síst í ljósa frétta af sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS fyrir helgi og svo frétta af því að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þeim samningum sem ríkið og bændur undirrituðu í febrúar síðastliðnum. Búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt áherslu á að ná að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur neitað að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á samningunum, og þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Auk þess vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.„Á fulltrúi bænda að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri. Ólafur benti þá á að búvörusamningarnir eru ekki kjarasamningar en Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna setti samningana meðal annars í samhengi við kjarabætur launþega í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.„Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur.Gríðarlega mikilvægir samningar fyrir neytendur Sindri rifjaði þá upp hvernig og hvers vegna búvörusamningarnir hefður verið settir á en um var að ræða millifærslur til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags svo samningarnir voru settir upp sem hagstjórnartæki. „Það sem menn átta sig ekki á þegar menn eru að tala um að það eigi að fella þessa samninga á Alþingi út af því að þetta er einhver dúsa fyrir landbúnaðinn er að þetta skiptir neytendur alveg gríðarlega miklu máli. Þetta snýst um niðurgreiðslur á matvælum.“ Ólafur tók undir það að búvörusamningarnir skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur og bætti við að allir mögulegir opinberir aðilar hefðu bent á að landbúnaðarkerfið væri úrelt og því þyrfti að breyta. Það er væri hins vegar ekki hlustað á það. Þessu mótmælti Sindri og sagði þá búvörusamninga sem nú liggja fyrir Alþingi fela í sér miklar breytingar, og svo miklar breytingar reyndar að ekki er sátt um þá á meðal bænda.Hlusta má viðtalið í Bítinu í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00
Búvörusamningar munu breytast Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. 11. júlí 2016 07:00