Erlent

Verslunareigandi kærir borgina vegna rannsóknaraðferða í Sterling-málinu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mótmæli í Baton Rouge.
Mótmæli í Baton Rouge. Vísir/EPA
Abdullah Muflahi, eigandi verslunarinnar sem Alton Sterling var fyrir utan þegar hann var skotinn af lögreglu, hefur lögsótt borgina Baton Rouge, Louisiana-ríki og lögregluyfirvöld í ríkinu.

Muflahi sakar yfirvöld um að hafa handtekið sig með ólögmætum hætti og lagt hald á allt öryggiskerfi verslunarinnar án heimildar. CNN greinir frá. Lögregla tjáir sig ekki um málsóknina. Yfirvöld rannsaka nú lát Sterling, en hann er svartur maður sem skotinn var af lögreglu.

Mikið hefur verið um mótmæli í Baton Rouge eftir að Sterling var drepinn en mörgum þykir sýnt á myndbandi sem birt hefur verið í fjölmiðlum að hann hafi ekki ógnað lögreglu á nokkurn hátt en á myndbandinu virðist sem honum sé kyrfilega haldið niðri af lögreglumönnunum.

Varnarmálaráðuneytið stýrir rannsókninni en að henni koma einnig Alríkislögreglan og lögregluyfirvöld í ríkinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×