Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi mun síðar í dag kveða upp úrskurð sinn í málefnum Suður-Kínahafs en Kínverjar gera kröfur um tilkall til stærsta hluta hafsvæðisins.
Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Hann gæti jafnvel aukið á spennuna sem er á svæðinu en Kínverjar hafa á síðustu árum aukið verulega viðveru sína á svæðinu og gert tilkall til eyja og skerja sem áður voru taldar í eigu Filippseyja, Víetnam og fleiri landa.
Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins.
„Úrskurðurinn mun hvorki breyta því að Kína á sögulegt tilkall til þessara eyja og skerja og á yfir þeim óskorað vald,“ sagði í blaðinu China Daily í dag. Þar stóð einnig að Kína hygðist áfram verja hverja tommu af eyjunum.
Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag
![Filippseyingar hafa mótmælt því harðlega að Kínverjar geri sig breiða í Suður-Kínahafi.](https://www.visir.is/i/B12F5A4CEAC5DD3FFF252F27E48AECE6A74423F71E2C3D660637266724C63728_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F645D72305C69AA44A2B3779FBE46801838873A796E33D9B8255339BC230388A_308x200.jpg)
Kínverjar hættir framkvæmdum á S-Kínahafi
Viðræður deiluaðila um siðareglur um athafnir á hafinu yfirvofandi.
![](https://www.visir.is/i/A07E1A7BF076912CA3F5EB181870940B7E780D8C6CE41391E6A9E1B86AB09363_308x200.jpg)
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn
Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs.