Dega-fjölskyldan aftur á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2016 06:00 Dega-fjölskyldan við heimili þeirra í Hafnarfirði eftir að þeim var gert kunnugt um synjun Útlendingastofnunar. Fjölskyldan gafst ekki upp og er komin aftur til landsins. Vísir/AntonBrink Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira