Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júlí 2016 19:30 Jón Gunnarsson segir að enn sé verið að ákveða hvernig útfæra megi búvörusamninga þannig að sátt náist um málið. Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi." Kosningar 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi."
Kosningar 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira