Fiðrildið sem settist á Ronaldo gæti komið til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:15 Ronaldo lenti saman við leikmann Frakka í úrslitaleik EM í gær og þegar hann sat á vellinum í öngum sínum tyllti sér fiðrildi á andlit hans. Vísir/Getty Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00