Lærdómurinn af Chilcot Stefán pálsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun