Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 15:29 Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. Vísir/Getty Þúsundir Venesúelamanna hafa farið yfir landamærin til Kólumbíu til þess að kaupa mat og lyf eftir að landamærin á milli ríkjanna voru opnuð í tólf tíma í gær. Landamærunum var lokað í ágúst á síðasta ári en yfirvöld í Venesúela hleyptu fólki í gegn svo hægt væri að kaupa helstu nauðþurftir. Venesúela gengur nú í gegnum djúpa efnahagslega kreppu en í síðustu viku brutust 500 konur í gegnum landamærin í leit að mat og helstu nauðþurftum.Sjá einnig:Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðÁ fyrstu tveimur tímunum fóru um sex þúsund manns yfir til Kólumbíu og voru verslanir og apótek í landamæraborgum Kólumbíu yfirfullar af Venesúelamönnum sem versluðu hrísgrjón, hveiti, lyf og fleira sem eru verulega dýr í Venesúela. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum. Ekki sér fyrir lokin á vandræðum Venesúela. Tengdar fréttir Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00 Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þúsundir Venesúelamanna hafa farið yfir landamærin til Kólumbíu til þess að kaupa mat og lyf eftir að landamærin á milli ríkjanna voru opnuð í tólf tíma í gær. Landamærunum var lokað í ágúst á síðasta ári en yfirvöld í Venesúela hleyptu fólki í gegn svo hægt væri að kaupa helstu nauðþurftir. Venesúela gengur nú í gegnum djúpa efnahagslega kreppu en í síðustu viku brutust 500 konur í gegnum landamærin í leit að mat og helstu nauðþurftum.Sjá einnig:Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðÁ fyrstu tveimur tímunum fóru um sex þúsund manns yfir til Kólumbíu og voru verslanir og apótek í landamæraborgum Kólumbíu yfirfullar af Venesúelamönnum sem versluðu hrísgrjón, hveiti, lyf og fleira sem eru verulega dýr í Venesúela. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum. Ekki sér fyrir lokin á vandræðum Venesúela.
Tengdar fréttir Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00 Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00
Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15