Lífið

Páll Óskar ferðaðist um áhorfendaskarann á gúmmíbáti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupsstað var slitið í gær af miklum krafti þegar Páll Óskar lokaði hátíðinni af sinni alkunnu snilld.

Þegar leikar stóðu sem hæst „crowdsurfað-i“ hann á gúmmíbát líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Tónlistarhátíðin hefur aldrei verið stærri en í ár en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2005.

Í gær var hápunktinum náð þegar hljómsveitirnar Opeth og Meshuggah trylltu lýðinn. Talið er að hátt í þrjú þúsund gestir hafi lagt leið sína á Neskaupsstað vegna hátíðarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór hátíðin vel fram. Um tuttugu smávægileg fíkniefnamál komu upp en að öðru leyti fór hátíðin fram án vandræða og segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi augljóst að gestir taki skilaboð aðstandenda hátíðarinnar um að gestir eigi ekki að vera fávitar til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.