Innlent

Sátt næst í Síldarævintýrisdeilunni: Fjallabyggð mun ekki greiða kostnaðinn nema æðra stjórnvald krefjist þess

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan lagði 180 þúsund króna löggæslukostnað á Síldarævintýrið á Siglufirði.
Lögreglan lagði 180 þúsund króna löggæslukostnað á Síldarævintýrið á Siglufirði.
Fjallabyggð mun ekki greiða löggæslukostnað nema æðra stjórnvald eða dómstólar ákveði að Fjallabyggð beri að greiða þann kostnað. Þetta er lausn sem bæjaryfirvöld í Fjallabyggð og lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra hafa komið sér saman um greiðslu á löggæslukostnaði vegna bæjarhátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði 2016.

Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafði lagt 180 þúsund króna löggæslukostnað fyrir tækifærisleyfi til hátíðarhalda á Síldarævintýrinu. Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælti þessum kostnaði og kvartaði til innanríkisráðuneytisins. Sú kvörtun var send til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til þóknanlegrar meðferðar.

Í sáttinni sem fékkst á milli bæjaryfirvalda og lögreglunnar kemur fram að Fjallabyggð muni ekki greiða þennan kostnað nema æðra stjórnvald eða dómstólar ákveði að Fjallabyggð beri að greiða þann kostnað.

Lögreglustjóraembættið mun í framhaldi af þessari ákvörðun bæjarráðs gefa út jákvæða umsögn til Sýslumannsembættisins varðandi tækifærisleyfi fyrir hátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×