Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2016 07:58 Clinton fór mikinn í ræðu sinni enda var mikilvægt að hún sýndi hversu sterkur leiðtogi hún er. Vísir/EPA Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27
Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00