Innlent

Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þetta er ávallt hápunktur Þjóðhátíðar.
Þetta er ávallt hápunktur Þjóðhátíðar.
Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag.

Fjölmargar ólíkar útihátiðir eru skipulagðar nú um verslunarmannahelgina og miðað að við hvernig verðurspáin er má búast mikilli umferð á þjóðvegum landsins.

Á vesturlandi verður boðið um á Sæludaga í Vatnaskógi á vegum KFUM og KFUK og í Borgarnesi verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í 19. skipti. Vestur á Ísafirði verður evrópumótið í Mýrarbolta og Síldarævintýri verður á Siglufirði. Á Akureyri verður í fyrsta skipti boðið upp á Sumarleika þar verður íbúum og gestum bæjarins er gefinn kostur á að spreyta sig í fjallgöngum, þríþraut og fleiru. Austur á Neskaupsstað verður Neistaflug og á Flúðum verður boðið upp á tónleika og barnaskemmtun að ógleymdum traktoratryllingi sem fer fram klukkan fjögur á laugardag.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst svo í kvöld með hinu sívinsæla Húkkaraballi en þjóðhátíð nær hámarki á sunnudag með brekkusöng í Herjólfsdal á sunnudagskvöld klukkan rúmlega ellefu og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×