Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Meyja: Trúðu á sigurinn!

Elsku hjartans trygglynda Meyjan mín! Þú ert að fara inn í besta tíma ársins og þessi góði tími mun fylgja þér að minnsta kosti næstu þrjá mánuði. Á þessu tímabili munt þú skipuleggja þig betur og það líður engum eins vel og þér þegar allt er í skikkanlegu skipulagi. Það er bara þannig, elskan mín.

Þú færð til þín kraft sem svipar til kraftsins sem hún Katrín Tanja, hraustasta kona heim,s hefur og þér mun finnast eins og þú hafir vængi til þess að fljúga lengra en þú bjóst við!

Það er svo mikilvægt að muna eftir að óska sér, það hef ég alltaf sagt.

Af hverju ekki að óska sér þess að eiga höll eins og maður óskar þess að eiga litla íbúð? Þú þarft að hafa það í huga að það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur gert og margar takmarkanir í lífinu eru spurning um hugarástand.

Þú finnur orkuna hríslast um líkama þinn núna. Nema kannski þegar það eru rigningardagar og lægð yfir landinu, þá getur þú verið pínu andlaus. Nýttu þann tíma bara til þess að hvíla þig. Maður þarf líka að hvíla sig til þess að hafa orku til þess að gera allt hitt.

Þú ert svo svakalega sjarmerandi frá náttúrunnar hendi og fólk tekur svo miklu meira eftir þér heldur en þú heldur. Notaðu þennan tíma sem er að fara í hönd núna til þess að gera samninga, afla þér meiri tekna og skapa meira flæði í lífi þínu.

Of mikið djamm hefur áhrif á orkuna þína, og þau ekki góð. Hóflega drukkin Meyja er miklu skemmtilegri en dauðadrukkin Meyja. Mundu, elskan mín, að ef þú trúir á sigurinn þá munt þú sigra, það eru sterkustu skilaboðin sem ég get sent þér.

Lífið er yndislegt og lífið þitt er svo sannarlega yndislegt, kæra Meyja!

Knús og koss,

þín Sigga Kling

Frægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.

 


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Vog: Vekur athygli þegar haustar

Elsku hjartans dásemdar Vogin mín. Þú hefur klifið mörg fjöll og sum þeirra hafa verið mjög brött og erfið. En það er nú bara þannig að þegar þú ert komin upp á topp þá ertu ánægð og litlir sigrar verða að stórum þegar þú safnar þeim saman.

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Allt í lagi að vera óþekkur!

Elsku ótrúlega fallegi Fiskurinn minn. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að þú getir ekki gert það sem þig langar til að gera þá þarft þú að spá í það að vilja það sem þú getur gert. Þetta er oft spurning um hugarfar.

Ágústspá Siggu Kling – Vatnsberi: Fyllist af krafti

Elsku hjartans Vatnsberinn minn. Ágúst verður miklu skemmtilegri mánuður en þú hefur þorað að vona. Það er eins og það sem þú ert búinn að ákveða að gangi upp muni bara gera einmitt það og þú verður svo dásamlega ánægður!

Ágústspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir ágústmánuð má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.