Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 13:37 Vigdís Hauksdóttir leggur fram umfangsmiklil skif um sig, til lögreglu, skrif sem Vigdís segir níðskrif. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís. Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís.
Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21