Lífið

Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór er töluvert stærri en Piana.
Hafþór er töluvert stærri en Piana. vísir
Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni.

Þeir félagarnir skelltur sér saman í ræktina og er skemmst frá því að segja að Piana lítur ekki nægilega vel út við hliðina á Hafþóri.

Sara Heimisdóttir og Piana gáfu það út um helgina að þau væru skilin en tæpt ár er frá því þau gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september í fyrra.

Piana greindi frá skilnaðinum á Instagram-síðu sinni en þar segir hann þetta ár hafa verið yndislegra en nokkur getur ímyndað sér.

Hér að neðan má sjá Piana og Fjallið saman í ræktinni og einnig fara þeir saman út að borða.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.