Innlent

Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
50 einstaklingar sem leigja út í gegnum Airbnb fengu heimsókn frá lögreglu og starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra í síðustu viku.
50 einstaklingar sem leigja út í gegnum Airbnb fengu heimsókn frá lögreglu og starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. „Mögulega verður farið í fleiri heimsóknir en tímasetningar liggja ekki fyrir um framhaldið,“ segir Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra.

Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að 50 einstaklingar sem leigja í gegnum síðuna hefðu fengið heimsókn frá lögreglu og starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra. Tilgangur heimsóknanna var að kanna hvort fólk væri með leyfi fyrir útleigunni og hvort það gæfi tekjurnar upp til skatts. Aðgerðirnar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera harkalegar og að meðalhófs hafi ekki verið gætt.

Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segir að ekki sé hægt að útiloka að farið verði í slíkar aðgerðir á ný. „Það er ekki búið að negla neitt niður í þeim efnum en við erum þó alltaf að vinna í þessum málaflokki á hverjum degi þó það sé ekki sýnilegt. Lykilatriðið er að þeir sem stunda svona atvinnustarfsemi þekki sínar skyldur og er umræðan góð hvað það varðar.“

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×