Ekki vera fáviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 25. júlí 2016 07:00 Anna bauð Magga, gamla menntaskólavini sínum í kaffi og var mjög spennt að heyra allt um líf hans. Þau höfðu verið í sömu klíkunni í menntaskóla en eftir útskrift hélt hver í sína áttina. Maggi mætti stundvíslega, hlakkaði til að heyra af félögunum. Hverjir voru hvar að gera hvað og með hverjum? Anna bauð upp á kaffi og Maggi var upplýstur um staðreyndir og slúður í bland. Það fór virkilega vel á með þeim, gömlu vinunum. Svo kom rúsínan í pylsuendanum. Gulrótarkakan sem Anna hafði bakað handa Magga. Maggi afþakkaði sneiðina! Hann vildi ekki gulrótarköku. Anna reyndi að fá hann til að smakka smá, þau væru nú svo góðir vinir og hann hefði viljað koma í kaffi en hann stóð fastur á sínu. Anna varð örg og ákvað að koma honum í skilning um að gulrótarkakan væri alveg málið en Maggi vildi bara ræða gamla tíma. Loks stóð Anna upp og tróð stórri sneið af köku upp í munninn á Magga. Hann hafði jú komið í heimsókn og þannig gefið í skyn að hann vildi kannski köku með kaffinu. Þetta er auðvitað fjarstæðukennd dæmisaga. En setjið kynlíf inn fyrir köku. Hvers vegna er svona flókið að fá skýrt samþykki fyrir kynlífi? Hvers vegna býður maður frekar upp á slíkt ofbeldi með því að þekkjast heimboð og hvers vegna má sá sem „á kökuna“ þá frekar ætla að samþykki fyrir öllu öðru hafi verið veitt? Ekki vera fáviti. Fáðu skýrt samþykki. Það vill enginn vera nauðgari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun
Anna bauð Magga, gamla menntaskólavini sínum í kaffi og var mjög spennt að heyra allt um líf hans. Þau höfðu verið í sömu klíkunni í menntaskóla en eftir útskrift hélt hver í sína áttina. Maggi mætti stundvíslega, hlakkaði til að heyra af félögunum. Hverjir voru hvar að gera hvað og með hverjum? Anna bauð upp á kaffi og Maggi var upplýstur um staðreyndir og slúður í bland. Það fór virkilega vel á með þeim, gömlu vinunum. Svo kom rúsínan í pylsuendanum. Gulrótarkakan sem Anna hafði bakað handa Magga. Maggi afþakkaði sneiðina! Hann vildi ekki gulrótarköku. Anna reyndi að fá hann til að smakka smá, þau væru nú svo góðir vinir og hann hefði viljað koma í kaffi en hann stóð fastur á sínu. Anna varð örg og ákvað að koma honum í skilning um að gulrótarkakan væri alveg málið en Maggi vildi bara ræða gamla tíma. Loks stóð Anna upp og tróð stórri sneið af köku upp í munninn á Magga. Hann hafði jú komið í heimsókn og þannig gefið í skyn að hann vildi kannski köku með kaffinu. Þetta er auðvitað fjarstæðukennd dæmisaga. En setjið kynlíf inn fyrir köku. Hvers vegna er svona flókið að fá skýrt samþykki fyrir kynlífi? Hvers vegna býður maður frekar upp á slíkt ofbeldi með því að þekkjast heimboð og hvers vegna má sá sem „á kökuna“ þá frekar ætla að samþykki fyrir öllu öðru hafi verið veitt? Ekki vera fáviti. Fáðu skýrt samþykki. Það vill enginn vera nauðgari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu