Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 13:54 Gamla smiðjan í Lækjargötu. Vísir/Stefán Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira