Enski boltinn

Mourinho: Við stefnum beint á titilinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé ekki markmið hans að koma liðinu í efstu fjögur sætin á sínum tímabili, það sé einfaldlega ekki nóg. Hann ætlar sér að gera Manchester United að einu besta liði í Evrópu aftur.

Portúgalinn segir að hann hafi fengið fullan stuðning frá stjórn félagsins og fái næstu þrjú árin til að koma United aftur í fremstu röð. Það er ekki nóg fyrir þennan 53 ára stjóra, hann ætlar sér að vinna titil á fyrsta tímabilinu.

„Það eru engar sérstakar kröfur sem eru settar á mig og ég fæ pláss til að vinna mína vinnu næstu þrjú árin,“ segir Mourinho.

„Ég svaraði stjórninni að ég vildi vinna titla og það strax. Það boðar aldrei gott að segja fyrir tímabil að maður stefni á að enda í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur bara að verða meistarar.“

Síðustu þrjú ár hefur Manchester United hafnað í sjöunda, fjórða og fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×