Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 11:11 Þungavigtarmenn á þýska þinginu hafa kallað eftir hertari vopnalöggjöf í landinu í kjölfar árásarinnar á föstudag þar sem átján ára piltur skaut níu manns til bana og særði 27 í og í kringum verslunarmiðstöð í München. Varakanslarinn og formaður Jafnaðarmannaflokksins, Sigmar Gabriel, segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. Hinn átján ára Ali David Sonboly beitti 9 mm Glock skammbyssu þegar hann banaði níu manns á föstudag áður en hann fyrirfór sér. Hann hafði rúmlega þrju hundruð skot í sínum fórum. Hann hafði ekki leyfi fyrir skotvopninu og ekki er vitað hvernig hann komst yfir það. Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere mætti í gær á vettvang í München þar sem hann sagðist ætla að taka vopnalöggjöfina til endurskoðunar. Í frétt BBC kemur fram að minningarathafnir hafi verið haldnar í München og víðar til að minnast hinna látnu, en sjö af fórnarlömbum Solboly voru á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Árásin var gerð í Olympia Einkaufszentrum, stærstu verslunarmiðstöð Bæjaralands. Gabriel segir að yfirvöld rannsaki nú hvernig Sonboly, sem var Þjóðverji af írönskum uppruna, hafi komist yfir skotvopn, þrátt fyrir að hafa sýnt merki um andleg veikindi. Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þungavigtarmenn á þýska þinginu hafa kallað eftir hertari vopnalöggjöf í landinu í kjölfar árásarinnar á föstudag þar sem átján ára piltur skaut níu manns til bana og særði 27 í og í kringum verslunarmiðstöð í München. Varakanslarinn og formaður Jafnaðarmannaflokksins, Sigmar Gabriel, segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. Hinn átján ára Ali David Sonboly beitti 9 mm Glock skammbyssu þegar hann banaði níu manns á föstudag áður en hann fyrirfór sér. Hann hafði rúmlega þrju hundruð skot í sínum fórum. Hann hafði ekki leyfi fyrir skotvopninu og ekki er vitað hvernig hann komst yfir það. Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere mætti í gær á vettvang í München þar sem hann sagðist ætla að taka vopnalöggjöfina til endurskoðunar. Í frétt BBC kemur fram að minningarathafnir hafi verið haldnar í München og víðar til að minnast hinna látnu, en sjö af fórnarlömbum Solboly voru á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Árásin var gerð í Olympia Einkaufszentrum, stærstu verslunarmiðstöð Bæjaralands. Gabriel segir að yfirvöld rannsaki nú hvernig Sonboly, sem var Þjóðverji af írönskum uppruna, hafi komist yfir skotvopn, þrátt fyrir að hafa sýnt merki um andleg veikindi.
Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12