Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið sagði 10. júlí 2008 frá söfnun vegna brunans á Finnbogastöðum. Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Fleiri fréttir Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Fleiri fréttir Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira