Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2016 11:07 Fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. Hann mun aftur leggja slíka fyrirspurn fram þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48