Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 10:26 Óvíst er um framkomu allra þessara sveita á Þjóðhátíð í ár. Vísir Enn er óvíst hvort afstaða hljómsveitana sjö sem hættu við að spila á Þjóðhátíð í gær sé breytt. Þær tilkynntu í gær að þær myndu ekki koma fram nema að skýr stefnubreyting yrði hjá lögregluyfirvöldum varðandi kynferðisbrot. Tvær hljómsveitir bættust í hópinn í gær eftir að Retro Stefson, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas tilkynntu um ákvörðun sína. Það voru rokkhljómsveitin Dikta og rapparinn GKR. Í gærkvöldi tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd að Stígamótum yrði boðið að vera með aðstöðu á hátíðinni. Það fullnægir ekki kröfum hljómsveitanna fimm sem sendu tilkynninguna frá sér nema að hluta. En þeirra krafa var að lögreglustjóri myndi breyta afstöðu sinni varðandi tilkynningu á kynferðisbrotum. Einnig var það krafa þeirra að Þjóðhátíðarnefnd og bæjaryfirvöld tryggðu að það yrði farið eftir þeim vinnuaðferðum í Eyjum sem Stígamót og Landsspítalinn hafa tileinkað sér í þessum málum. Í gær var tilkynnt að hljómsveitin Quarashi, sem auglýst hefur verið sem aðalnúmer hátíðarinnar í ár, styddi ákvörðun sveitanna. Þá sagði Sölvi Blöndal, liðsmaður sveitarinnar, að fundað yrði um málið innanbúða í gærkvöldi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Quarashi hafi einnig fundað með Þjóðhátíðarnefnd en ekki er vitað hvað fór þeirra á milli. Búast má við tilkynningu um málið frá Quarashi síðar í dag. Tengdar fréttir Quarashi styður ákvörðun hljómsveitanna fimm Hljómsveitin ætlar að funda í kvöld til þess að ákveða um framhaldið. 21. júlí 2016 17:21 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Enn er óvíst hvort afstaða hljómsveitana sjö sem hættu við að spila á Þjóðhátíð í gær sé breytt. Þær tilkynntu í gær að þær myndu ekki koma fram nema að skýr stefnubreyting yrði hjá lögregluyfirvöldum varðandi kynferðisbrot. Tvær hljómsveitir bættust í hópinn í gær eftir að Retro Stefson, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas tilkynntu um ákvörðun sína. Það voru rokkhljómsveitin Dikta og rapparinn GKR. Í gærkvöldi tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd að Stígamótum yrði boðið að vera með aðstöðu á hátíðinni. Það fullnægir ekki kröfum hljómsveitanna fimm sem sendu tilkynninguna frá sér nema að hluta. En þeirra krafa var að lögreglustjóri myndi breyta afstöðu sinni varðandi tilkynningu á kynferðisbrotum. Einnig var það krafa þeirra að Þjóðhátíðarnefnd og bæjaryfirvöld tryggðu að það yrði farið eftir þeim vinnuaðferðum í Eyjum sem Stígamót og Landsspítalinn hafa tileinkað sér í þessum málum. Í gær var tilkynnt að hljómsveitin Quarashi, sem auglýst hefur verið sem aðalnúmer hátíðarinnar í ár, styddi ákvörðun sveitanna. Þá sagði Sölvi Blöndal, liðsmaður sveitarinnar, að fundað yrði um málið innanbúða í gærkvöldi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Quarashi hafi einnig fundað með Þjóðhátíðarnefnd en ekki er vitað hvað fór þeirra á milli. Búast má við tilkynningu um málið frá Quarashi síðar í dag.
Tengdar fréttir Quarashi styður ákvörðun hljómsveitanna fimm Hljómsveitin ætlar að funda í kvöld til þess að ákveða um framhaldið. 21. júlí 2016 17:21 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Quarashi styður ákvörðun hljómsveitanna fimm Hljómsveitin ætlar að funda í kvöld til þess að ákveða um framhaldið. 21. júlí 2016 17:21
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02