Innlent

Aldís fer fram á milljónir frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar

Birgir Olgeirsson skrifar
Aldís Hilmarsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. vísir/heiða/stefán
Íslenska ríkinu hefur verið stefnt af Aldísi Hilmarsdóttur vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í janúar á þessu ári.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en þar segir að Aldís krefjist ógildingar á ákvörðun Sigríðar Bjarkar og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða henni 2,3 milljónir.

RÚV segir Aldísi halda því fram í stefnunni að ákvörðunin hafi byggt á ómálefnalegum forsendum og falið í sér illa dulbúna brottvikningu úr starfi. Þá segist Aldís hafa þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu Sigríðar Bjarkar og að henni hafi verið hafnað um andmælarétt þegar henni var tilkynnt um breytinguna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×