Erlent

„Vonum að þróunin verðir lýðræðinu í hag“

Jóhann K Jóhannsson skrifar
Spennan í Tyrklandi heldur áfram að magnast eftir valdaránstilraunina síðastliðinn föstudag. Eins og kunnugt er hefur Erdogan forseti Tyrklands gert víðtækar hreinsanir hjá stofnunum í ríkinu og til að mynda var öllum fræðimönnum, kennurum og fleirum meinuð för til og frá landinu í dag.

Tyrki sem hefur verið búsettur hér á landi í þó nokkur ár segir erfitt að horfa á ástandið úr fjarlægð og að landið sé ekki það sama og það var þegar hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum 15 árum.

„Það er mjög sorglegt það sem hefur átt sér stað í Tyrklandi undanfarin ár. Þróunin þar veldur áhyggjum um framtíð landsins en við vonum að þetta verði allt leyst með lýðræðislegum hætti innan réttarkerfisins. Vonandi leysist þetta.“ segir Cetin Caglar Cetin, formaður Tyrknesk-íslenska menningarfélagsins.

Leiðtogar víða um heim hafa áhyggjur af því að lýðræði í Tyrklandi muni líða undir lok með þeirri einræðisstefnu sem Erdogan forseti virðist fylgja.

„Það hefur verið ríkjandi á þessu svæði, þegar hann var forsætisráðherra og leiðtogi AKP-flokksins og seinna þegar hann varð forseti. En hann hefur alltaf fengið meirihluta atkvæða svo hann nýtur mikils stuðnings. En í þessari síðustu valdaránstilraun unnu stjórnarflokkurinn, AKP, og stjórnarandstöðuflokkarnir saman, sem var gott fyrir lýðræðið. Þeir stóðu saman gegn valdaráninu. Vonandi heldur það þannig áfram.“


Tengdar fréttir

Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi

Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×