Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Ingvar Haraldsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. júlí 2016 15:45 Al Thani-fjölskyldan eru nú stærstu hluthafarnir í Deutche Bank og hefur Sigurður Einarsson það meðal annars til marks um að þar fari enginn huldumaður. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Kaupþing, sér ástæðu til að leggja út af þeim fregnum að Al Thani-fjölskyldan hafi nú nýverið aukið hlut sinn í Deutsche Bank verulega.Ekki um nein sýndarviðskipti að ræðaSigurður krækir í frétt um málið á Facebooksíðu sinni og setur þá í samhengi við dómsmál sem að Sigurði sjálfum snéru og Al Thani blandaðist inní. Sigurður telur að glæpurinn sá og hvernig Al Thani-málinu var blandað inní það, hafi verið heimatilbúinn skáldskapur seðlabankastjóra sem hann matreiddi ofan í Sérstakan saksóknara í þeim tilgangi að beina athygli frá sér sjálfum og koma bankamönnum í fangelsi. Sem og varð raunin í tilfelli Sigurðar og fleiri Kaupþingsmanna.Fáar myndir eru til af Sjeik Al-Thani. Ólafur Ólafsson hefur sjálfur sagt við fjölmiðla að honum sé mjög umhugað um einkalíf sitt, en Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, fangaði hann eftirminnilega í þessari teikningu sem birtist við fréttaskýringu á síðasta ári.„Hans hátign Al Thani keypti 5,01% hlut í Kaupþingi 22. september árið 2008. Eftir að bankinn féll var því haldið fram að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða. Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa árið 2009 og starfsmenn þess gáfu í skyn að Al Thani væri spunapersóna eða huldumaður. Það er auðvitað fjarstæðukennd hugmynd að konungsfjölskyldan í Katar láni nafn sitt í sýndarviðskipum og enn óskiljanlegra að menn hafi verið dæmdir í fangelsi á þeim forsendum,“ skrifar Sigurður á Facebooksíðu sína.Vitleysan matreidd af seðlabankastjóra í SérstakanSigurður bendir þá á að Al Thani hafi staðfest sjálfur, í yfirheyrslu Sérstaks saksóknara að „viðskiptin með bréfin í Kaupþingi hefðu verið raunveruleg. Al Thani er greinilega ekki af baki dottinn þegar kemur að viðskiptum í fjármálafyrirtækjum. Al Thani fjölskyldan orðin stærsti hluthafinn í Deutsche Bank sem hefur verið ein öflugasta fjármálastofnun heims, en Al Thani fjölskyldan er ein sú ríkasta í heiminum.“Sigurður Einarsson er langt í frá sáttur við hvernig dómsstólar höndluðu Al-Thani-málið.Sigurður hefur þetta til marks um hversu afvegaleidd umræðan var hér eftir hrun. „Það átti bara að finna einhvern glæp og í Al Thani málinu var glæpurinn heimatilbúinn skáldskapur seðlabankastjóra sem hann matreiddu ofan í Sérstakan saksóknara í þeim tilgangi að beina athyglinni frá sér sjálfum og koma bankamönnum í fangelsi.“Al Thani-fjölskyldan orðin stærsti hluthafinnFréttin sem Sigurður leggur út af snýst um það að katarska konungsfjölskyldan Al Thani sé orðin stærsti hluthafinn í þýska bankanum Deutsche Bank, einum stærsta banka heims. Financial Times greinir frá því að Al Thani fjölskyldan eigi nú nærri tíu prósenta hlut í bankanum.Fjarstæðukennd hugmynd að konungsfjölskyldan í Katar láni nafn sitt í sýndarviðskipum og enn óskiljanlegra að menn hafi verið dæmdir í fangelsi á þeim forsendum, segir Sigurður Einarsson.Konungsfjölskyldan keypti upprunalega hlut í bankanum árið 2014 í gegnum fjárfestingasjóðina Paramount Services Holdings og Supreme Universal Holdings. Hlutur fjölskyldunnar 6,1 prósenti í ágúst síðastliðnum. Konungsfjölskyldan hefur nú tekið fram úr eignarstýringarfyrirtækinu Black Rock sem stærsti hluthafinn, en ekki er gefið upp hvenær hlutafjárkaupin fóru fram eða hve mikið var greitt fyrir hlutabréfin.Hlutabréfaverð í Deutsche Bank hefur hruniðHlutabréfaverð í Deutsche Bank hefur fallið um helming síðasta árið og hafði aldrei verið lægra í síðustu viku. Talið er að fjölskyldan vilji fá sinn eigin mann í stjórn félagsins. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var að einn meðlimur fjölskyldunnar, Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, hefði keypt 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Kaupþing lánaði fyrir hlutabréfakaupunum en fyrrum stjórnendur Kaupþings og Ólafur Ólafsson fjárfestir fengu þunga fangelsisdóma vegna aðkomu sína að viðskiptunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Telja dóm í Al Thani-máli vega að stoðum réttarríkisins Lögmannafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun. 7. febrúar 2014 16:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Kaupþing, sér ástæðu til að leggja út af þeim fregnum að Al Thani-fjölskyldan hafi nú nýverið aukið hlut sinn í Deutsche Bank verulega.Ekki um nein sýndarviðskipti að ræðaSigurður krækir í frétt um málið á Facebooksíðu sinni og setur þá í samhengi við dómsmál sem að Sigurði sjálfum snéru og Al Thani blandaðist inní. Sigurður telur að glæpurinn sá og hvernig Al Thani-málinu var blandað inní það, hafi verið heimatilbúinn skáldskapur seðlabankastjóra sem hann matreiddi ofan í Sérstakan saksóknara í þeim tilgangi að beina athygli frá sér sjálfum og koma bankamönnum í fangelsi. Sem og varð raunin í tilfelli Sigurðar og fleiri Kaupþingsmanna.Fáar myndir eru til af Sjeik Al-Thani. Ólafur Ólafsson hefur sjálfur sagt við fjölmiðla að honum sé mjög umhugað um einkalíf sitt, en Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, fangaði hann eftirminnilega í þessari teikningu sem birtist við fréttaskýringu á síðasta ári.„Hans hátign Al Thani keypti 5,01% hlut í Kaupþingi 22. september árið 2008. Eftir að bankinn féll var því haldið fram að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða. Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa árið 2009 og starfsmenn þess gáfu í skyn að Al Thani væri spunapersóna eða huldumaður. Það er auðvitað fjarstæðukennd hugmynd að konungsfjölskyldan í Katar láni nafn sitt í sýndarviðskipum og enn óskiljanlegra að menn hafi verið dæmdir í fangelsi á þeim forsendum,“ skrifar Sigurður á Facebooksíðu sína.Vitleysan matreidd af seðlabankastjóra í SérstakanSigurður bendir þá á að Al Thani hafi staðfest sjálfur, í yfirheyrslu Sérstaks saksóknara að „viðskiptin með bréfin í Kaupþingi hefðu verið raunveruleg. Al Thani er greinilega ekki af baki dottinn þegar kemur að viðskiptum í fjármálafyrirtækjum. Al Thani fjölskyldan orðin stærsti hluthafinn í Deutsche Bank sem hefur verið ein öflugasta fjármálastofnun heims, en Al Thani fjölskyldan er ein sú ríkasta í heiminum.“Sigurður Einarsson er langt í frá sáttur við hvernig dómsstólar höndluðu Al-Thani-málið.Sigurður hefur þetta til marks um hversu afvegaleidd umræðan var hér eftir hrun. „Það átti bara að finna einhvern glæp og í Al Thani málinu var glæpurinn heimatilbúinn skáldskapur seðlabankastjóra sem hann matreiddu ofan í Sérstakan saksóknara í þeim tilgangi að beina athyglinni frá sér sjálfum og koma bankamönnum í fangelsi.“Al Thani-fjölskyldan orðin stærsti hluthafinnFréttin sem Sigurður leggur út af snýst um það að katarska konungsfjölskyldan Al Thani sé orðin stærsti hluthafinn í þýska bankanum Deutsche Bank, einum stærsta banka heims. Financial Times greinir frá því að Al Thani fjölskyldan eigi nú nærri tíu prósenta hlut í bankanum.Fjarstæðukennd hugmynd að konungsfjölskyldan í Katar láni nafn sitt í sýndarviðskipum og enn óskiljanlegra að menn hafi verið dæmdir í fangelsi á þeim forsendum, segir Sigurður Einarsson.Konungsfjölskyldan keypti upprunalega hlut í bankanum árið 2014 í gegnum fjárfestingasjóðina Paramount Services Holdings og Supreme Universal Holdings. Hlutur fjölskyldunnar 6,1 prósenti í ágúst síðastliðnum. Konungsfjölskyldan hefur nú tekið fram úr eignarstýringarfyrirtækinu Black Rock sem stærsti hluthafinn, en ekki er gefið upp hvenær hlutafjárkaupin fóru fram eða hve mikið var greitt fyrir hlutabréfin.Hlutabréfaverð í Deutsche Bank hefur hruniðHlutabréfaverð í Deutsche Bank hefur fallið um helming síðasta árið og hafði aldrei verið lægra í síðustu viku. Talið er að fjölskyldan vilji fá sinn eigin mann í stjórn félagsins. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var að einn meðlimur fjölskyldunnar, Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, hefði keypt 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Kaupþing lánaði fyrir hlutabréfakaupunum en fyrrum stjórnendur Kaupþings og Ólafur Ólafsson fjárfestir fengu þunga fangelsisdóma vegna aðkomu sína að viðskiptunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Telja dóm í Al Thani-máli vega að stoðum réttarríkisins Lögmannafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun. 7. febrúar 2014 16:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00
Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00
Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51
Telja dóm í Al Thani-máli vega að stoðum réttarríkisins Lögmannafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun. 7. febrúar 2014 16:18