G! Festival í Færeyjum þar sem glæsileg tjöld fara í ruslið Jens Guð skrifar 20. júlí 2016 22:00 Heitu pottarnir á G!Festivalen. Mynd/Gréta Hauksdóttir G! Festival er stærsta árlega útirokkhátíðin í Færeyjum. Þetta árið fór hún fram núna um helgina. Á fjórða hundrað tónlistarmenn afgreiddu um sjötíu dagskráratriði á þremur sviðum í Götu á Austurey. Að venju komu þeir frá ýmsum löndum. Í ár frá Malí, Austurríki, Bandaríkjunum, Finnlandi, Ítalíu, Írlandi og Danmörku auk Færeyja og Íslands. Fulltrúi Íslands í ár var hljómsveitin Agent Fresco. Áður hafa spilað á G! Festivali meðal annarra Skálmöld, Hjálmar, Mugison, Enzími, Bloodgroup, Dr. Spock og margir fleiri. Uppruna G! Festivals má rekja til Kidda kanínu (einnig kenndur við Hljómalind). 2002 stóð hann fyrir yfirgripsmiklu átaki til að kynna færeyska tónlist á Íslandi. Hann skipulagði hljómleikaferðir færeyskra tónlistarmanna um Ísland. Hann bauð upp á færeyska hljómleika hvar sem því var við komið. Íslendingar tóku Tý (Ormurin langi), Eivöru, 200, Hanusi G., Kristian Blak og fleiri færeyskum tónlistarmönnum opnum örmum. Jón Týril, gítarleikari hljómsveitar Eivarar, Clickhaze, fékk innblástur: Að setja færeyska tónlist í fjölþjóðlegt samhengi með alvöru tónlistarhátíð í Færeyjum. Fram til þessa var það færeyskum tónlistarmönnum framandi hugsun að spila utan Færeyja. Haustið 2002 ýtti Jón Týril G! Festivali úr vör. Í ár hófst G! Festival að venju á rólegu nótunum á fimmtudegi; með lítt þekktum nöfnum. Þessi dagur er hugsaður sem upphitun fyrir fjölmennt starfslið. Þungi straumurinn liggur á hátíðina eftir vinnulok almennings á föstudeginum. Vandamálið var að flóðgáttir himins opnuðust um það leyti. Helliregn setti allt úr skorðum. Færeyingar eru vanari rigningu en flestir aðrir jarðarbúar. Hún er þó oftar mildur úði fremur en íslenskt skýfall. En nú var þetta alvöru rigning. Litla tæra lækjarsprænan sem rennur niður Suður-Götu breyttist í beljandi brúnt fljót er fossaði upp á bakka. Lát varð á straumi gesta inn á hátíðarsvæðið. Þegar upp var staðið urðu gestir ekki eins margir og undanfarin ár. Að sögn festivalsstjórans, Sigvarar Laksá, var heildarfjöldinn eitthvað á fimmta þúsund (að meðtöldum erlendu fjölmiðlafólki, skemmtikröftum, gæslu og öðrum starfsmönnum). Í góðu árferði er hann um og yfir sjö þúsund. Einstaka dagskrárlið var frestað til laugardags. Öðrum fannst rigningin góð. Margir drógu ponsjó-regnslá úr vasa sínum. Hápunktar dagsins voru færeyska víkingametalbandið Hamradun og malíska blússveitin Songhoy Blues. Framvörður Hamradun er Pól Arni sem hérlendis gerði garðinn frægan sem söngvari Týs 2002.Á laugardeginum var komið besta veður. Fimm heitir pottar höfðu aðdráttarafl á sandströndinni fyrir framan stærsta sviðið. Pottverjar hlupu af og til út í sjó til að kæla sig. Hvít sölutjöld settu sterkan svip á hátíðarsvæðið. Þar var á boðstólum allt frá drykkjarföngum og heitum mat til hljómplatna og bóka. Eivör er ekki einungis drottning í huga Íslendinga heldur líka Færeyinga. Slíkur var troðningur inn á áheyrendasvæðið hjá henni að gæslan þurfti að hleypa inn í hollum. Sumir klifruðu upp á nálæg hús og veggi til að losna við troðninginn og sjá betur yfir svæðið. Í lok hvers lags var ákaft klappað. Annika Hoydal á einnig harðsnúinn aðdáendahóp. Hún heillaði Íslendinga um 1970 með laginu „Ólavur Riddararós“ sem hún söng með Harkaliðinu. Eivör hefur nefnt Anniku sem sterkan áhrifavald sinn. Agent Fresco rak endahnút á dagskrána. Liðsmenn hljómsveitarinnar voru afar ánægðir með allt á hátíðinni. Fagmennska í fyrirrúmi hvar sem niður var borið. Ekki síður voru þeir ánægðir með hlýjar móttökur áheyrenda. Ýmsir þekktu músíkina og sungu með. Sigvör staðfesti að engin vandræðamál hefðu komið upp á hátíðinni, fremur en áður. Engin slagsmál. Engar nauðganir. Enginn þjófnaður. Engin skemmdarverk. Athygli vakti hvað svæðið var snyrtilegt. Það var ekki fyrr en undir lok dagskrár hvers dags sem bera fór á plastglösum og einnota matarbökkum á jörðinni. Gæsla var fjölmenn og áberandi, jákvæð og glaðsleg. Börn á öllum aldri röltu frjáls og ein síns liðs um svæðið fram yfir miðnætti. Á tjaldstæðinu í Götu mátti sjá fjölda glæsilegra og dýrra tjalda. Sum með gluggum og fortjaldi. Öll splunkuný. Færeyingar taka þau ekki heim með sér heldur henda þeim í stóran ruslagám. Aðspurðir hvers vegna var svarið: „Þau eru búin að gera sitt gagn.“ En hvað með að nota það aftur á næsta ári: „Og geyma þetta flykki einhversstaðar í heilt ár?“ Þetta er þeim annarlegt. Tvö óhöpp skyggðu á annars frábæra helgi. Annars vegar rúllaði Dani 150 metra niður fjallið fyrir ofan Götukleif (á milli Suður- og Norður-Götu). Hann slasaðist töluvert og dvelur á sjúkrahúsi. Hins vegar hrapaði ný-sjálenskur maður af færeyskum ættum niður hamraklett fyrir ofan Norður-Götu. Hann lést. Þessi slys tengjast á engan hátt G!Festivali. Þau urðu langt fyrir utan hátíðarsvæðið. Um var að ræða almenna ferðamenn. Jens Guð og Gréta Hauksdóttir sóttu G!Festival heim í ár og deila reynslu sinni hér að ofan. Að neðan má sjá myndasyrpu Grétu frá hátíðinni.Annika Hoydal, Ólavur Riddararós og hringdans áheyrenda.Mynd/Gréta HauksdóttirEivör Pálsdóttir var á meðal þeirra sem tróðu upp.Mynd/GRéta HauksdóttirMynd/Gréta HauksdóttirKiddi Kanína og félagar.Krakkar í flæðarmáli og tónleikar í bakgrunni.Mynd/Gréta HauksdóttirSakaris spilar á hátíðinni.Mynd/Gréta Hauksdóttir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
G! Festival er stærsta árlega útirokkhátíðin í Færeyjum. Þetta árið fór hún fram núna um helgina. Á fjórða hundrað tónlistarmenn afgreiddu um sjötíu dagskráratriði á þremur sviðum í Götu á Austurey. Að venju komu þeir frá ýmsum löndum. Í ár frá Malí, Austurríki, Bandaríkjunum, Finnlandi, Ítalíu, Írlandi og Danmörku auk Færeyja og Íslands. Fulltrúi Íslands í ár var hljómsveitin Agent Fresco. Áður hafa spilað á G! Festivali meðal annarra Skálmöld, Hjálmar, Mugison, Enzími, Bloodgroup, Dr. Spock og margir fleiri. Uppruna G! Festivals má rekja til Kidda kanínu (einnig kenndur við Hljómalind). 2002 stóð hann fyrir yfirgripsmiklu átaki til að kynna færeyska tónlist á Íslandi. Hann skipulagði hljómleikaferðir færeyskra tónlistarmanna um Ísland. Hann bauð upp á færeyska hljómleika hvar sem því var við komið. Íslendingar tóku Tý (Ormurin langi), Eivöru, 200, Hanusi G., Kristian Blak og fleiri færeyskum tónlistarmönnum opnum örmum. Jón Týril, gítarleikari hljómsveitar Eivarar, Clickhaze, fékk innblástur: Að setja færeyska tónlist í fjölþjóðlegt samhengi með alvöru tónlistarhátíð í Færeyjum. Fram til þessa var það færeyskum tónlistarmönnum framandi hugsun að spila utan Færeyja. Haustið 2002 ýtti Jón Týril G! Festivali úr vör. Í ár hófst G! Festival að venju á rólegu nótunum á fimmtudegi; með lítt þekktum nöfnum. Þessi dagur er hugsaður sem upphitun fyrir fjölmennt starfslið. Þungi straumurinn liggur á hátíðina eftir vinnulok almennings á föstudeginum. Vandamálið var að flóðgáttir himins opnuðust um það leyti. Helliregn setti allt úr skorðum. Færeyingar eru vanari rigningu en flestir aðrir jarðarbúar. Hún er þó oftar mildur úði fremur en íslenskt skýfall. En nú var þetta alvöru rigning. Litla tæra lækjarsprænan sem rennur niður Suður-Götu breyttist í beljandi brúnt fljót er fossaði upp á bakka. Lát varð á straumi gesta inn á hátíðarsvæðið. Þegar upp var staðið urðu gestir ekki eins margir og undanfarin ár. Að sögn festivalsstjórans, Sigvarar Laksá, var heildarfjöldinn eitthvað á fimmta þúsund (að meðtöldum erlendu fjölmiðlafólki, skemmtikröftum, gæslu og öðrum starfsmönnum). Í góðu árferði er hann um og yfir sjö þúsund. Einstaka dagskrárlið var frestað til laugardags. Öðrum fannst rigningin góð. Margir drógu ponsjó-regnslá úr vasa sínum. Hápunktar dagsins voru færeyska víkingametalbandið Hamradun og malíska blússveitin Songhoy Blues. Framvörður Hamradun er Pól Arni sem hérlendis gerði garðinn frægan sem söngvari Týs 2002.Á laugardeginum var komið besta veður. Fimm heitir pottar höfðu aðdráttarafl á sandströndinni fyrir framan stærsta sviðið. Pottverjar hlupu af og til út í sjó til að kæla sig. Hvít sölutjöld settu sterkan svip á hátíðarsvæðið. Þar var á boðstólum allt frá drykkjarföngum og heitum mat til hljómplatna og bóka. Eivör er ekki einungis drottning í huga Íslendinga heldur líka Færeyinga. Slíkur var troðningur inn á áheyrendasvæðið hjá henni að gæslan þurfti að hleypa inn í hollum. Sumir klifruðu upp á nálæg hús og veggi til að losna við troðninginn og sjá betur yfir svæðið. Í lok hvers lags var ákaft klappað. Annika Hoydal á einnig harðsnúinn aðdáendahóp. Hún heillaði Íslendinga um 1970 með laginu „Ólavur Riddararós“ sem hún söng með Harkaliðinu. Eivör hefur nefnt Anniku sem sterkan áhrifavald sinn. Agent Fresco rak endahnút á dagskrána. Liðsmenn hljómsveitarinnar voru afar ánægðir með allt á hátíðinni. Fagmennska í fyrirrúmi hvar sem niður var borið. Ekki síður voru þeir ánægðir með hlýjar móttökur áheyrenda. Ýmsir þekktu músíkina og sungu með. Sigvör staðfesti að engin vandræðamál hefðu komið upp á hátíðinni, fremur en áður. Engin slagsmál. Engar nauðganir. Enginn þjófnaður. Engin skemmdarverk. Athygli vakti hvað svæðið var snyrtilegt. Það var ekki fyrr en undir lok dagskrár hvers dags sem bera fór á plastglösum og einnota matarbökkum á jörðinni. Gæsla var fjölmenn og áberandi, jákvæð og glaðsleg. Börn á öllum aldri röltu frjáls og ein síns liðs um svæðið fram yfir miðnætti. Á tjaldstæðinu í Götu mátti sjá fjölda glæsilegra og dýrra tjalda. Sum með gluggum og fortjaldi. Öll splunkuný. Færeyingar taka þau ekki heim með sér heldur henda þeim í stóran ruslagám. Aðspurðir hvers vegna var svarið: „Þau eru búin að gera sitt gagn.“ En hvað með að nota það aftur á næsta ári: „Og geyma þetta flykki einhversstaðar í heilt ár?“ Þetta er þeim annarlegt. Tvö óhöpp skyggðu á annars frábæra helgi. Annars vegar rúllaði Dani 150 metra niður fjallið fyrir ofan Götukleif (á milli Suður- og Norður-Götu). Hann slasaðist töluvert og dvelur á sjúkrahúsi. Hins vegar hrapaði ný-sjálenskur maður af færeyskum ættum niður hamraklett fyrir ofan Norður-Götu. Hann lést. Þessi slys tengjast á engan hátt G!Festivali. Þau urðu langt fyrir utan hátíðarsvæðið. Um var að ræða almenna ferðamenn. Jens Guð og Gréta Hauksdóttir sóttu G!Festival heim í ár og deila reynslu sinni hér að ofan. Að neðan má sjá myndasyrpu Grétu frá hátíðinni.Annika Hoydal, Ólavur Riddararós og hringdans áheyrenda.Mynd/Gréta HauksdóttirEivör Pálsdóttir var á meðal þeirra sem tróðu upp.Mynd/GRéta HauksdóttirMynd/Gréta HauksdóttirKiddi Kanína og félagar.Krakkar í flæðarmáli og tónleikar í bakgrunni.Mynd/Gréta HauksdóttirSakaris spilar á hátíðinni.Mynd/Gréta Hauksdóttir
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira