Drusluvarningur á innkaupalistann Ritstjórn skrifar 20. júlí 2016 14:00 Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag klukkan 14 þar sem gengið er frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Druslugangan hefur verið gengin seinustu fimm ár og í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Í ár hefur úrvalið af svokölluðum Drusluvarningi aukist til muna en það eru þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir sem sjá um hönnunina á varningnum þar sem er að finn meðal annars stuttermaboli, gervihúðflúr, nærbuxur og derhúfur. Vefverslunin Barkode sér um sölu á varningnum á netinu en í kvöld verður sérstakt Druslu peppkvöld á Húrra sem hefst klukkan 21 þar sem allur varningurinn verður til svölu svo hægt er að dressa sig upp fyrir laugardaginn. Einnig er verslunin Húrra Reykjavík með derhúfurnar til sölu fyrir þá sem komast ekki í kvöld. Varningurinn verður einnig til sölu á básum í göngunni sjálfri. Við mælum með sýna stuðning í verki og fjárfesta í einhverju af þessu - flott í fataskápinn þessa vikuna að mati Glamour! @Druslugangan 2016 verður gengin næstkomandi laugardag, 23. júlí. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. ➖ Húrra Reykjavík styður við þetta frábæra verkefni með því að selja drusluderhúfurnar í ár. Derhúfurnar verða fáanlegar hjá okkur fram að göngu á meðan birgðir endast. Verð: 3.500 kr.- ➖ #Druslugangan #Drusluder #Égerdrusla #HurraReykjavik A photo posted by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jul 19, 2016 at 9:59am PDT Glamour Tíska Mest lesið Við erum bara NOCCO góð Glamour Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Litríkar yfirhafnir í sænska frostinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Tískan á Secret Solstice: Gallajakkar heitasta yfirhöfnin Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour
Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag klukkan 14 þar sem gengið er frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Druslugangan hefur verið gengin seinustu fimm ár og í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Í ár hefur úrvalið af svokölluðum Drusluvarningi aukist til muna en það eru þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir sem sjá um hönnunina á varningnum þar sem er að finn meðal annars stuttermaboli, gervihúðflúr, nærbuxur og derhúfur. Vefverslunin Barkode sér um sölu á varningnum á netinu en í kvöld verður sérstakt Druslu peppkvöld á Húrra sem hefst klukkan 21 þar sem allur varningurinn verður til svölu svo hægt er að dressa sig upp fyrir laugardaginn. Einnig er verslunin Húrra Reykjavík með derhúfurnar til sölu fyrir þá sem komast ekki í kvöld. Varningurinn verður einnig til sölu á básum í göngunni sjálfri. Við mælum með sýna stuðning í verki og fjárfesta í einhverju af þessu - flott í fataskápinn þessa vikuna að mati Glamour! @Druslugangan 2016 verður gengin næstkomandi laugardag, 23. júlí. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. ➖ Húrra Reykjavík styður við þetta frábæra verkefni með því að selja drusluderhúfurnar í ár. Derhúfurnar verða fáanlegar hjá okkur fram að göngu á meðan birgðir endast. Verð: 3.500 kr.- ➖ #Druslugangan #Drusluder #Égerdrusla #HurraReykjavik A photo posted by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jul 19, 2016 at 9:59am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Við erum bara NOCCO góð Glamour Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Litríkar yfirhafnir í sænska frostinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Tískan á Secret Solstice: Gallajakkar heitasta yfirhöfnin Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour