„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 11:47 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum. Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum.
Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35