Þriðjungur af þróunarfé Audi í rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 09:22 Audi E-Tron rafmagnsbíll. Autoblog Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent