Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2016 09:07 Khan-hjónin ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins fyrr í vikunni. Vísir/AFP Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004. Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00