Sport

Nýr meistari var krýndur í þyngdarflokki Gunnars

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Tyron Woodley fagnar sigrinum innilega.
Tyron Woodley fagnar sigrinum innilega. Vísir/Getty
UFC 201 fór fram í nótt þar sem nýr veltivigtarmeistari var krýndur. Tyron Woodley tókst að rota Robbie Lawler strax í 1. lotu og kom sigurinn mörgum á óvart.

Tyron Woodley hafði ekkert barist síðan í janúar 2015 þegar hann steig í búrið gegn Robbie Lawler í nótt. Woodley þurfti greinilega ekki að eyða miklum tíma í búrinu enda rotaði hann Robbie Lawler eftir rúmar tvær mínútur í 1. lotu.

Með sigrinum varð Woodley veltivigtarmeistari UFC og er hann sjöundi nýji meistarinn í UFC á þessu ári.

Hin pólska Karolina Kowalkiewicz sigraði Rose Namajunas eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Með sigrinum tókst henni að öllum líkindum að tryggja sér titilbardaga gegn strávigtarmeistaranum Joanna Jedrzejczyk (sem er einnig pólsk).

Jake Ellenberger bjargaði ferli sínum í UFC í bili með frábærum sigri á Matt Brown. Ellenberger hafði fyrir bardagann aðeins unnið einn af síðustu sex bardögum sínum og þurfti nauðsynlega á sigri að halda.

Ellenberger kom öllum að óvörum og vann Matt Brown með tæknilegu rothöggi eftir tæpar tvær mínútur í 1. lotu. Ellenberger varð þar með fyrsti maðurinn til að sigra Matt Brown eftir rothögg.

Öll nánari úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt

Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×