Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 23:41 Nicolas Maduro er forseti Venesúela. vísir/nordic photos Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins. Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins.
Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15