Erlent

Bráður vatnsskortur ógnar íbúum í Aleppo

Atli Ísleifsson skrifar
Ófremdarástand er í Aleppo.
Ófremdarástand er í Aleppo. Vísir/AFP
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að um tvær milljónir manna séu nú án aðgangs að hreinu vatni í sýrlensku stórborginni  Aleppo.

Stofnunin skorar á stríðandi fylkingar að leggja niður vopn hið snarasta til að nauðsynlegar viðgerðir geti farið fram í borginni og hjálpargögn flutt þar inn.

Nauðsynlegt er að vinna að viðgerðum á rafmagnskerfi borgarinnar, en stórskemmdir hafa verið unnar á helstu innviðum borgarinnar síðustu vikur, mánuði og ár. Dælustöðvar í borginni eru nú flestar án rafmagns og óstarfhæfar.

Talsmaður UNICEF segir börn vera í sérstakri hættu af því að smitast af sjúkdómum sem ná mikilli útbreiðslu þar sem hiti er mikill og íbúar neyðast til að leita í óhreint vatn.

„Í austurhluta Aleppo eru um 300 þúsund manns, þriðjungur þeirra börn, háð vatni úr brunnum sem mögulega eru mengaðir,“ segir talsmaðurinn Christophe Boulierac.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×