Bíó og sjónvarp

Hvað varð um Kevin og Winnie úr Wonder Years?

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði.
Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði. Vísir
Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi.

Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman.

Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice.

Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.